Ljósberinn - 01.05.1945, Blaðsíða 23

Ljósberinn - 01.05.1945, Blaðsíða 23
LJÓSBERINN Strákurinn sat kyrr og hló að kenn» aranum. Hann taldi víst, að liann væri að gera að gamni sínu. Kennarinn bauð það þá næsta dreng og sagði: „Taktu þetta úr, það er þitt‘4. Drengurinn hélt, að hinir krakkarnii’ myndu lilæja að sér, ef hann tæki við úrinu og hreyfði sig því ekki. Svona gekk kennarinn á röðina og bauð næstum öll- um börnunum árið, en ekkert þeirra vildi þiggja hina framboðnu gjöf. Seinast kom hann að minnsta drengnum. Þegar lion- um var boðið úi-ið tók hann við því og stakk því í vasann. Hinir fóra allir að hlæja. „Mér þykir vænt um það, vinur minn‘‘, sagði kennarinn, „að þú trúðir orðun mínum. Urið áttu. Gættu þess vel. Og mundu að draga það upp á kvöldin“. Nú litu liinir krakkarnir undrandi upp og einn þeirra sagði: „Kennari, það er þó ekki alvara yðar, að hann eigi úrið? Þér ætlizt þó ekki til að hann þurfi ekki að skila því?“ „Jú“, svaraði kennarinn, „víst þarf hann ekki að skila því. Hann á það“. „Æi, ég vildi að ég hefði vitað það, þá hefði ég sannarlega þegið það!“ Falleg huggun. Einu sinni var mikilsvirtur prestur í Edinborg. Hann þjónaði stórum söfnuði en gleymdi samt ekki smælingjunum. Eitt kvöld í viku var það vandi hans að fara á barnaspítalann þar í borginni og tala eitthvað fallegt við börnin, sem þar voru. Sum þeirra komu og fóru, önnur voru með ólæknandi sjúkdóma, ýms áttu skammt eftir. Einu sinni rakst prestur- inn þar á sex ára dreng úr fátækrahverf- inu, sem átti mjög bágt. Það átti að taka af lionum fótinn. Og að vonum kveið hann því ákaflega mikið. Presturinn reyndi nú að liugga dreng- inn og sagði: „Hann pabbi þinn kemur og verður hjá þér“. „Nei“, sagði drengurinn, „pabbi minn er dáinn, hann getur ekki verið hér“. „Jæja, þá kemur liún mannna þín“. „Mamma mín er heima. Hún er lasin og getur ekki komið“. Presturinn gat ekki komið sjálfur svo hann sagði: „Þú veizt, að hjúkrunarkonan hérna er ákaflega barngóð, hún verður afar góð við þig“. Drengurinn beygði hálfgerða skeifu og sagði: „Kannske Jesú verði lijá mér“. Næst þegar presturinn kom á spítal- ann var litla rúmið autt. Frelsarinn hafði komið og tekið drenginn til sín. ^ Þjónar Drottins. Ung stúlka, dóttir einhvers auðugasta kaupmannsins í Lundúnum veigraði sér við að tala mikið um Krist við aðra, en hún fann samt ráð til þess að þjóna hon- um. Á hverju sunnudagskvöldi fór hún að heiman úr allsnægtunum og til gam- als manns, sem ekki kunni ensku, held- ur aðeins keltnesku. Stúlkan kunni kelt- nesku og nú sat hún á hverju sunnu- dagskvöldi og las fyrir gamla manninn, því að hún hafði komizt að því, að þann- 83

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.