Ljósberinn - 01.05.1945, Page 26

Ljósberinn - 01.05.1945, Page 26
LJÓSBERINN Og ef svo hefði verið, þá hefði hún líka komizt hjá þeirri sáru kvöl að verða að skilja við Fritz Hollfeldt, sem hún hafði gefið alla ást síns unga hjarta. Framtíðarhorfur hans voru hinar björt- ustu. Honum voru allir vegir færir. Og víst er það, að ef faðir Hedvigs liefði eigi dáið svona snemma, þá mundi Fritz hafa orðið samfélagi hans með dugnaði sínum og kostgæfni og þá hefðu allir hennar fögru draumar orðið að sannreynd. En svo kom dauðinn og batt enda á kaupsýslustarf föður hennar; var þá verzlunin tekin til skiptameðferðar; hin litla upphæð, sem afgangs var, gekk til að kosta útför móður hennar. Fritz stóð aftur allslaus uppi; allar hans björtu vonir höfðu brugðizt. Og veslings Hedvig varð nú líkt og kóngsdóttir í álögum, lokuð inni hjá ill- úðlegri og gamalli norn og vissi ekkert hvað Fritz leið. Hún gat ekki hugsað sér nema tvær skýringar á því máli; annað- hvort hefði Fritz gleymt henni, eða frænka hefði tekið bréf hans og falið þau; hún gat trúað liinni harðbrjóstuðu frænku sinni til alls ills. Einu sinni bar svo við síðla á fögr- um, sólbjörtum sunnudegi, að frænka Kunz sat út við gluggann og var að lesa í dagblaði, en Hedvig var að sauma í. Þá var hringt og þernan kom inn með nafnspjald; rétti hún það að Hedvig og lét þau orð fylgja, að hinn ungi herra biði hennar í gestasalnum. Hedvig kafroðnaði og leit á frænku sína; ekki aftraði hún henni frá að fara, og lét heldur ekki á sér finna, að hún 86 ætlaði að verða henni samferða inn í salinn. Viðtal þeirra varð þó ekki svo stutt. Loksins var þó hurðinni lokið upp og Hedvig gekk inn í dagstofuna. Aldrei hafði hún verið jafn björt yfirlitum, síð- an móðir liennar dó og var nú ár liðið síðan. Og það var heldur ekkert undar- legt, því að Fritz hafði sagt henni að hann hefði sótt um stöðu í sama bæn- um og hún átti heima í, og þó að sú staða væri enn allrýr, þá liefði hann beztu vonir um, að hún mundi blómgast mjög á nokkrum árum. En samt sem áður lét Hedvig hugfall- ast, þegar henni varð litið á hina köldu og steingervingslegu drætti; gat hún því með herkjum stunið upp beiðni um að hún mætti leiða fram gamlan vin sinn frá fæðingarborg sinni. Kunz frænka hneigði liöfuð við því kæruleysislega, en sýndi þó þann kærleika að bjóða hinum unga manni til miðdegisverðar. En með- an á máltíðinni stóð, sat hún stöðugt eins og grýlukerti á milli hinna ungu vina, svo að Fritz varð að leggja fram allt það, sem hann átti til af ástúð og glaðværð, til þess að ekki slitnaði upp úr samtal- inu. En þrátt fyrir þessar þurrlegu viðtök- ur, kom Fritz þó oft þangað; en að öðru leyti mætti segja jungfrúnni það til hróss, að hún lagði aldrei bönd á samvistir hinna ungu vina; hún sat að mestu í her- bergi sínu. Og þegar hinir léttu hlátrar þeirra og gaman barst inn til hennar, þá varpaði hún oft öndinni mæðilega. Eitt kvöld, er Fritz var farinn kom Hedvig titrandi inn til frænku sinnar.

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.