Ljósberinn - 01.05.1945, Qupperneq 28

Ljósberinn - 01.05.1945, Qupperneq 28
L JÓ SBERINN ekki hægt að hugsa sér en Kurt Bernau, en ekki var liann mjög lineigður til sparn- aðar, en hann var vélfræðingur og afar- duglegur verkmaður. Ég hafði frá ung- um aldri orðið að vinna fyrir mér með kennslu og lært að hafa glöggar gætur á útgjöldum mínum. I öllu öðru tilliti áttum við mætavel saman og við unn- um hvort öðru trútt og innilega. En hve við byggðum okkur marga háreista loft- kastala. Þegar æskuraddirnar ykkar, ungu vinir, bárust hingað inn í einmana- legu stofuna mína, þá laukst liðna tíðin upp fyrir mér í draumi. En við áttum ekki fagurt heimili, þar sem við gátum liitzt, ekki annaö en fátæklegt herbergi og öll húsgögnin þar voru að láni. Kurt eyddi því öllu, sem hann vann sér inn og gat aldrei lagt neitt fyrir. Og það, sem mér tókst að aura saman ineð sparn- aði nægði ekki fyrir sæmilegum liúsbún- aði. Ég vildi eiga mér heimili og hélt því fastlega fram. Kurt sagði þar á móti að við gætum Ieigt okkur nokkur her- bergi með húsbúnaði öllum. En ég héll fast við ákvörðun mína og lýsti því yf- ir, að ég giftist honum ekki meÖan hann hefði enga stöðu nokkurn veginn ábyggi- lega. Og þá hélt ég, að ég hefði farið næsta hyggilega að ráði mínu, Hedvig. En gæti ég nú lifað líf mitt upp aftur, þá mundi ég láta mér vel lynda eina ein- ustu stofu, hversu fátækleg sem hún væri og öll húsgögnin að láni. Og nú léið hvert árið af öðru. Ef ætt- ingjar mínir hefðu þá gefið mér dálítið brot af þeim auðæfum, sem ég á nú, til þess að ég gæti stofnað heimili — já, þá væri hún frænka þín ekki hérna ógift og gömul, fátæk af hamingju og ást. Kurt fór að örvænta að taldi enga leið að ná markinu nokkurn tíma. Góðir vin- Jr mínir og ástúðugir frændur gerðu sér að skyldu að vara mig við þessu. Kurl gaf sig við spilum; hann var hirðulítill og léttúðugur og ekki líklegur til að kom- ast nokkurn tíma áfram í heiminum. Og þar sem ég vildi auðvitað ekki fremur yfirgefa hann nú, er hann var orðinu ör- væntingarfullur og vansæll en þegar hann var fullur af lífsfjöri, þá smánuðu þeir mig og hlógu að mér. Þessar eiturörvar höfðu þó haft tölu- verð áhrif, er fram í sótti. Ég setti Kurl fyrir sjónir, livernig hann færi að ráði sínu, ég grét og barmaÖi mér yfir ráð- lagi hans. Gerðu þetta aldrei, Hedvig, Fritz til handa, jafnvel þótt þér virðist hann breyta öðru vísi en þú álítur rétt. Þú getur Iaðað Iiann að þér aftur með mildum, ástúÖlegum orðum, og látið liann finna sjálfan sig, en álasanir og kvart- anir valda reiði og beiskju. Einu sinni var Kurt allur á burt úr borginni. Hann skrifaði mér, að hann ætlaði að freista hamingjunnar í annarri heimsálfu; að öðrum kosti yrÖum við orðin gömul og grá, áður en hann gæti uppfyllt þau skilyrði, sem ég setti“. Nú þagnaði frænka og brá höndum fyrir andlit sér. Þá spurði Hedvig, full samúðar. „Og fékkstu engar fregnir af honum?“ „Aðeins einu sinni. Hann skrifaði mér frá Kaliforníu, að liann vonaði, að liann gæti komið aftur að nokkrum árum liðn- um og sótt brúði sína. En eftir það koin 88

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.