Ljósberinn - 01.05.1945, Blaðsíða 30

Ljósberinn - 01.05.1945, Blaðsíða 30
LJÓSBERINN Afturhvarf Grétu litlu Það, sem hér verður sagt frá, bar við þegar hún Gréta litla var send ein í búð í verzlunarerindum í fyrsta sinn. Mamma hennar var að vísu hálf smeyk, að senda hana þetta, því að Gréta var ekki nema sex ára. En þetta var stutt leið og Gréta var óvenjulega skír og dugleg stúlka eftir aldri. Þar að auki hafði mamma hennar engan annan til að fara þetta fyrir sig, og hún gat ekki farið sjálí frá litla bróður. Það var heldur ekki margt né mikið, sem Gréta átti að kaupa Það var bara gerduft, sem mömmu henn- ar vantaði til bökunarinnar. Afgreiðslumaðurinn í búðinni var einkar barngóður og þekkti svo að segja hvert barn í bænum. Hann þekkti Grétu litlu líka og vissi að þetta var í fyrsta skipti, séín hún kom inn í búðina í verzl- unarerindum. Honum þótti hún dugleg. að geta hjálpað mömmu sinni í þessu og gaf henni tvær hveitibollur í verðlaun fyrir og uppbót á viðskiptin. Gréta litla hneigði sig djúpt og þakk- aði fyrir sig. Svo flýtti hún sér heimleið- is. Þegar hún var komin dálítinn spöl áleiðis, mætti hún manni með lítinn brúnan hest fyrir vagni og var timbur- hlaði mikill á vagninum. Þetta var í all- mikilli brekku og streittist hesturinn við að draga þetta þunga hlass upp brekkuna. en það leit út fyrir að honum reyndist það um megn. Maðurinn með vagninn, mikill vexti og svartskeggjaður, kippti stöðugt í taumana, og lét óþvegin ókvæð- isorð dynja yfir liestinum og gaf honum auk þess ósvikin liögg með svipu sinni. Gréta liafði numið staðar og horft á þetta um stund og fór svo allt í einu að gráta. Hún hljóp til mannsins, þreif í kápuna hans og sagði: „Æ, sláðu ekki hestinn svona, sláðu hann ekki svona mikið!“ En við það varð maðurinn enn verri. „Snáfaðu frá, anginn þinn!“ öskraði liann og barði hestinn tvö bylmings högg. Þá datt Grétu allt í einu nokkuð í hug, sem mamma hennar var oft vön að segja við hana, þegar henni þótti hún ónýt að borða: „Borðaðu þetta, barnið mitt, svo að þú verðir stór og sterk“. Gréta fór í mesta flýti ofan í pokann sinn og tók aðra bolluna úr honum og lxljóp með hana til hestsins og reyndi að stinga henni upp í hann. „Éttu nú þetta eins fljótt og þú getur, aumingja litli liestur, svo að þú verðir nógu stór og sterkur til þess að draga vagninn upp brekkuna!“ sagði hún. Manninum féllust hendur og hann eldroðnaði upp í hársrætur. Hesturinn þefaði af hollúnni og virt- ist ekki viss um hvað hann ætti að gera. Fyrst leit hann hikandi á manninn og svo á litlu stúlkuna, sem talaði svona vinsamlega til hans, og loks tók hann bolluna upp í sig í flýti og át hana. Þá gekk maðurinn til Grétu litlu, klappaði á kollinn á henni og sagði vin- gjarnlega: 90

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.