Ljósberinn - 01.05.1945, Blaðsíða 31

Ljósberinn - 01.05.1945, Blaðsíða 31
BÆN Öeyg mig á5 vild þinni, hjarta mitt hrœr, himneski Drottinn og frelsari kœr, líkt og þá vorblœrinn vellinum á vermandi beygir hin nýsprottnu strá. Beyg mig að vild þinni, hjarta mitt hrœr, hreinsa mig, Jesús, og dreg mig þér nœr; sál mína fyll hinni sœlustu von — send mig að hugga, Guðs ástríki son! Drottinn, ég legg mig sem leir þér í hönd, lát þaö nú veröa, sem þráir mín ónd, Gu5 minn og faöir — mér gef þú aS ker geti ég or'ði'8 til vegsemdar þér. Beyg mig að vild þinni, bentu mér á, hezt er allt, Drottinn, sem þér kemur frá. ^egina faöir, sem veluröu mér, viljugur geng ég, því barn þitt ég er. B. J. „Brúnn þakkar þér fyrir sig“. Svo tók hann nokkuS af viönum af vagninum og hesturinn komst hæglega upp brekkuna ttieð það, sem eftir var. En Gréta litla var glöð yfir árangrin- Um. Mamma hafði líka oft sagt það, að Guð vildi að við værum ávallt góð við úýrin og ættum aldrei að berja þau eða ^nisþyrma þeim. Svona fór það, þegar hún Gréta litla ^ér ein í búð í fyrsta sinn fyrir hana toörnmu sína, að hún bar sigur úr bít- 1,111 í viðureign við stóran mann og 8terkan. (Barnavannen — Sj.) LJÓ SBERINN BUMBUSLAGARINN OG HERFORIN GINN Enskur kapteinn bauð einu sinni bumbuslagara sínum, sem var ungur drengur, glas af víni. En bann vildi ekki drekka það, því að hann sagðist vera bindindismaður. „En þú skalt nú samt drekka það“, sagði kapteinninn. „Þú ert búinn að fara erfiða ferð. Drekktu það bara!“ En drengurinn neitaði þó aftur, og kapteinninn sneri sér þá til hershöfðingj- ans: „Litli trumbuslagarinn okkar vill ekki með nokkru móti drekka staup. Hann verður víst aldrei góður hermaður“. „Hvað er að heyra þetta!“ sagði hers- böfðinginn, „gerir þú ekki strax, það sem yfirmaÖur þinn skipar?“ „Herra hershöfðingi“, sagði drengur- inn. „Ég vil gjarnan hlýða yfirboðurum mínum, en ég drekk ekki áfengi, því að það er skaðlegt“. „Já, en ég skipa þér að drekka staup af víni“, sagði hershöfðinginn hörkulega. Drengurinn liorfði upp til hans með tárin í augunum og sagði: „Herra hershöfðingi. Faðir minn dó af drykkjuskap, og ég hef lofað mömmu minni að hragða aldrei sterka drykki. Það loforð verð ég að halda“. „Þú ert ráðvandur drengur“, sagði lierforinginn, hrærður í huga. „Það var ekki alvara mín, að þú ættir að drekka vínið. Ó, að allir menn væru eins vilja- sterkir og þú! Þú verður áreiðanlega góð- ur hermaður“. — BragðaÖu aldrei fyrsta staupið. „Pétur Bingó“ þýddi. 91

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.