Ljósberinn - 01.05.1945, Blaðsíða 32

Ljósberinn - 01.05.1945, Blaðsíða 32
LJÓSBERINN SEGÐU ALLTAF SANNLEIKANN Ungur skrifstofumaður var settur í fangelsi fyrir svik. Hann átti konu og börn. Meðan liann sat í fangelsinu, fór hann að hugsa alvarlega um framtíð sína, konu sinnar og barna. — Hvað mundi verða um þau. Mundu þau ekki snúa við honum bakinu, þegar hann kæmi út úr fangelsinu. Ef til vill mundu allir fyr- irlíta hann héðan af. Aldrei mundi hon- um framar verða trúað fyrir ábyrgðar- miklu starfi liéðan af. AtVinnulaus vesal- ingur yrði hann. Hvernig ætti liann að geta séð fyrir heimilinu héðan af? — Þetta voru sárar hugsanir og þungar áhyggjur, sem ollu honum margrar and- vökustundarinnar í fangelsinu. — Hon- um leið oft illa. Kvöld nokkurt sat fangelsispresturinn hjá manni þessum og var að tala við hann. „Nú á ég bráðum að losna héðan“, sagði fanginn. „Hvað verður þá um mig?“ Hann laut áfram og faldi andlit- ið í höndum sér. Höfug tár hnigu nið- ur á gólfið. „Vertu rólegur“, sagði presturinn. „Bið þú Guð að fyrirgefa þér yfirsjónir þínar, og taktu þá stefnu, að gera það, sem er rétt og segðu alltaf sannleikann. Þá mun Guð greiða götu þína. Hann er vinur syndaranna. Náð hans varir að ei- lífu“. „Hvað meinið þér, prestur góður?“ sagði fanginn. „Þegar ég er sloppinn héðan, og fer að leita fyrir mér um at- vinnu, væri þá nokkurt vit í því að segja að ég hafi verið í fangelsi fyrir svik“. „Já, það er einmitt það, sem þú átt að gera“, sagði prestur. Áður en þeir skildust lofaði fanginn prestinum að gera þetta. — Nú liðu mörg ár. Kvöld nokkurt var drepið á dyr hjá prestinum. Presturinn stóð upp frá skrif- borðinu sínu og gekk til dyranna. Uti fyrir stóð prúðbúinn maður, með glöðu ýfirbragði. Prestur þekkti liann ekki og spyr hann að nafni. Komumaður kvaðst vera fanginn, sem presturinn liafði forð- um talað við í fangelsinu. Kvaðst hann nú kominn til þess að þakka honum fyr- ir góðu ráðin, sem prestur hafði gefið honum, og til þess að skýra lionum frá því, hvernig honum hefði vegnað síðaii. Þegar prestur hafði boðið manninum til sætis inni í stofu sinni, tók komumað- ur þannig til máls: „Skömmu eftir að ég kom út úr fang- elsinu, fór ég að leita fyrir mér um at- vinnu hjá stórri verzlun, sem vantaði mann. Mér var vísað inn til verzlunar- stjórans. Ég sýndi lionum meðmælabréf, sem ég átti frá fyrri starfstíma mínum. Þau voru yfirleitt mjög góð. Hann rann- sakaði þau nákvæmlega. Þegar hann hafði lokið því, kom spurningin, sem ég óttaðist, en sem ég átti þó von á. „Hvar hafið þér verið síðast liðið ár“, spurði hann. Mér sortnaði fyrir augum, og ég fékk ákafan hjartslátt. Ég áttaði mig þó brátt og sagði skýrt og greinilega: „í fang- elsi“. 92

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.