Ljósberinn - 01.05.1945, Blaðsíða 34

Ljósberinn - 01.05.1945, Blaðsíða 34
L JÓ SBERINN Kemur út einu sinni í mánuði, 20 síður. — Ár- gangurinn kostar 10 krónur. — Gjalddagi er 15 apríl. Sölulaun eru 15% af 5—11 eint. og 20% af 15 eint. og þar yfir. Afgreiðsla: Bergstaðastræti 27, Reykjavík. Sími 4200. Utanáskrift: LJÓSBERINN, Pósthólf 304, Reykjavík. Prentsmiðja Jóns Helgasonnr, Bergstaðastr. 27. VEGNA FJARVERU þýðandans getur framhaldssagan, því miður, ekki komið í þessu blaði. GJALDDAGI blaðsins var 15. apríl. UNGUR KAUPANDI blaðsins og sannur vinur þess, skrifaði þvi nýlega mjög hlýlegt bréf og sendi með sjö kaupendur, sem hann hafði útvegað í sinni sveit. Þessi kaupandi heit- ir Hafliði Kristbjörnsson og á heima á Birnustöðum á Skeiðum. Ljósberinn þakkar hinum unga vini fyrir þessa góðu sendingu. Kaupendum mundi ört fjölga, ef margir sýndu slíkan áhuga og dugnað. Hver send- ir næst kaupendur? BRÉFAVIÐSKIFTI. Nokkrir kaupendur hafa látið í ljós þá ósk, að Ljósberinn hefði dálk fyrir bréfaviðskifti. Vér vilj- um verða við slikri ósk, og geta þeir, sem vilja sent blaðinu nöfn sin með ósk uin brétaviðskipti. En ein króna verður að fylgja nafni. Skrítlur Kennarinn: „Má ég heyra hvort þú kannt að telja, Jónas litli“. Jónas (sonur bridge-kennarans): „Einn, tveir, þrir, fjórir, fimm, sex, sjö, átta, níu, tíu“. Kennarinn: „Já, og áfram“. Jónas: „Gosi, drottning, kóngur, ás“. TILHLÖKKUN. Hannes gamli blómasali var á gangi í skemintigarði borgarinnar. Það var heitt í veðri, og Hansen þreytt- sit brátt, svo að hann settist á grænmálaðan bekk og tók að lesa í blaði. Eftir skamnia stund leit hann upp og sá þá, að hópur af börnum hafði safnast i kringum hann og störðu þau á hann. „Á hvað eruð þið að glápa?“ spurði Hannes hörku- lega. „Er ég eitthvað hlægilegur, eða hvað?“ „Nei, ekki ennþá“, svaraði lítill og skítugur snáði, „en þú verður það, þegar þú stendur upp. Það er nefnilega blaut málning ó bekknum“. GRÉT EKKI AF SAMÚÐ. Dídí litla sat í stiganum og var að gráta. „Af hverju ertu að gráta, elskan mín“, spurði mamma hennar. „Það datt maður niður stigann", svaraði Dídí snökt- andi. „Já, en elskan mín, þú þarft ekki að gráta út af því. Maðurinn meiddi sig ekkert“. „Nei, en Kalli sá manninn detta, og ég sé aldrei neitt skemmtilegt!" DUGLEGUR NEMANDI. Kennarinn spurði börnin, hvort þau gætu sagt sér nafn á nokkru dýri, sem lifði neðanjarðar. Það varð löng þögn, en loks rétti lítil stúlka upp hendina. „Jæja“, sagði kennarinn, „hverju svarar þú?“ „Ormur“, svaraði stúlkan. „Alveg rétt. Getur einhver nefnt aðra skepnu, sem lifir undir yfirborði jarðar?“ Aftur varð þögn. Kennarinn horfði yfir bekkinn. Ekkert barnanna virtist geta svarað spurningunni. Eftir litla stund rétti sama stúlkan aftur upp liend- ina. „Sjáið þið“, sagði kennarinn. „Ég er hissa á því, að skuluð láta þessa litlu stúlku svara fyrir ykkur“ Svo sneri hann sér brosandi að litlu stúlkunni og sagði: „Jæja, væna mín, hverju ætlarðu nú að svara?“ „Annar ormur“, sagði litla stúlkan lireykin í bragði. 94

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.