Ljósberinn - 01.01.1946, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 01.01.1946, Blaðsíða 4
LJÓSBERINN Leitið fyrst Guðs rikis EFTIR JENNY HOLM Það var komið fram í desembermánuð, — jólamánuðinn og kuldinn hafði kom- ið snemma með allmikinn snjó. Rósa litla sat við að lesa námsgrein- arnar sínar, og allt í einu sagði hún: „Mér er svo ákaf lega kalt, mamma! Má ég ekki kveikja upp í arninum?" Hún horfði bænaraugum á mömmu sína. „Jú, þú verður líklega að gera það! En gættu þess vel að fara sparlega með eldiviðinn! Þú veizt að hann á að duga fram yfir jólin. Við höfum enga peninga til að kaupa fyrir meiri eldivið. Pabbi þinn er atvinnulaus, eins og þú veizt og hann býst ekki við að fá neitt að gera fram yfir jólin". Móðir hennar andvarp- aði mæðilega er hún mælti síðustu orðin. „Spara,. spara!" Það voru orð, sem Rósa hafði heyrt dags daglega svo að segja í heilt ár. Þó fengu þessi orð móður henn- ar meira á hana í þetta sinn, en áður. Mamma hennar var líka þreytt og veiklu- leg á svipinn. Hvernig stóð á því, að hon- um pabba hennar skyldi einmitt ganga svona illa að fá eitthvað að starfa og inn- vinna sér peninga, jafnduglegur og hann var? O, að hún gæti sjálf hjálpað til á einhvern hátt að innvinna peninga, svo að mamma hefði eitthvað til að kaupa mat fyrir, og þau komizt hjá að krókna úr kulda! En hún var í skólanum og hafði nóg með það, ekki sízt undir miðsvetrar- prófið og skólinn byrjaði aftur undir eins eftir hátíðina. Þegar Rósa var búin að kveikja upp i arninum, settist hún fyrir framan hann og tók til við lesturinn aftur. Fyrst las hún kirkjusöguna, — um Hinrich Wich- ern.* Hún las og las, en átti bágt með að festa hugann við það. En því lengur sem hún las, vaknaði áhugi hennar. Hinrich Wichren hafði barizt við fátækt og erfið- leika á uppvaxtarárunum. Hann var elzt- ur af sjö systkinum og þegar hann var á unga aldri, missti hann föður sinn svip- lega og varð því að vinna fyrir þörfum fjölskyldunnar. Oft kom það fyrir að brýnustu nauðsynjar skorti á heimilinu, en Hinrich vissi hvar hjálpina var að fá, og hann leitaði hennar stöðugt þar, — hjá Guði. Og trú hans varð aldrei til skammar. Rósa hélt áfram lestrinum: „Einu sinni bar það við, að heimilið var algerlega bjargarlaust á aðfangadag jóla. Hinrich var að vonast eftir borgun fyrir tilsögn, sem hann hafði veitt nokkrum drengj- um, en hún kom ekki. Þá f ór hann að eins og hann var vanur. Hann kraup á kné og sagði Guði frá neyð heimilisins og bað hann ásjár, og hjálpin kom svo að segja samstundis frá einum vini þeirra. Hann sendi þeim peningaupphæð, sem nægði fyrir þörfum þeirra". Frásögn þessi fékk mikið á Rósu. Þetta var svo líkt ástæðunum á heimili hennar. * Nafnkunnur, kristinn mannvinur, þýzkur, starf- aði mikið að andlegum og líkamlegum líknarmálum.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.