Ljósberinn - 01.04.1948, Side 3

Ljósberinn - 01.04.1948, Side 3
böcnunutn oí> Uomotil mín oobonmS þtim)ia6eWUi, )im oð 5Ííkum Ucyrir ÖuS* ríki til. argangur Reykjavík, marz—apríl 1948 3.—4. tölubláð „Gleðjist yfir því að nöfn yðar eru innrituð í himnunum46 Eftir Jóhann Lunde Oslóarbiskup Börnin mín! Mi g langar svo til þess að gleðja vkkur ceglulega vel í (lag, og helzt ekki rétt þessa ®tund, sem þið sitjið hérna í kirkjunni. Nei, *'g vildi helzt geta gefið ykkur nokkuð, sem gleddi ykkur ævinlega, já, sem gleddi vkk- Ur því meir, sem þið eldist. Kr nokkuð það til, sem væri því vaxið? ■I á, það er nú einmitt það sem er. Ég veit vel, a^ tnargt er til, sem getur glatt hömin, en °ít vill gleði þeirra verða endaslepp. Skammt frá húsinu rnínu er brauðsölubúð, sem ég á oft leið lijá. Þar í gluggunum eru Ll sýnis margar fallegar tertur og rjóma- kökur og fleira linossgæti. Stundum, þegar ég fer þarna um, stendur "ópur af ungum drengjum eða telpum þarna Nrir utan og glápir á alla dýrðina. Þau gleypa liana alveg með augunum. Hugsuni okkur, að ég segði þá við þau: »Komið þið nú, börnin góð. Nú skulum við ^ara inn í búðina og þið skuluð fá s.ína kök- '•na livert, og liverl um sig má velja þá, sem það kýs lielzt“. Haldið þið ekki að þau yrðu glöð. Ég er viss um, að þau myndu næstum ryðja mér um koll í ákafanum við að komast fyrst inn. Og svo þegar þau væm búin að fá kökuna sína, gæti ég því miður bezt trúað því, að þau gleymdu alveg að þakka mér, vegna þess hve mjög þeim lægi á að hlaupa heim og segja mömmu sinni frá blessuðum góða manninum, sem liefði gefið þeim kökuna. Eir þegar búið væri að borða kökuna, já, þá væri það svo ósköp leiðinlegt að hún hefði ekki enzt lengur. Ég hefði nú líka getað farið eitthvað svip- að að. Ég hefði t. d. getað látið einlivern mann standa liérna fyrir utan kirkjudyrnar með sitt súkkulaðistykkið handa hverju ykk- ar. En hve lengi haldið þið, að sú gleði hefði staðið? Nei, ég hef nokkuð betra, sem ég get gefið ykkur, nokkuð, sem ég hef sjálfur fengið hjá Jesús, þá gjöf, sem her af öllum. Hann hef- ur gefið mér liana í þessari bók. Þið sjáið víst livaða hók þetta er, það er Biblían, þekkið ]>ið hana ekki öll sömun? Hlustið þið nú á hvað liann segir. —

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.