Ljósberinn - 01.04.1948, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 01.04.1948, Blaðsíða 8
40 L JÓ SBERINN Hve blíSur Jesús börnin smá vill blessa ykkur hœSum frá, og sumariS liann sendir nýtt meS sólarljósiS blítt. ÞaS Ijómar allt í Ijósi hans, vér lítum fagran blómakrans, og heyrum blítt þaS hljóma nú: Kom heilög feSratrú. Og Kristur öllum kenna má, hann kallar sínum liimni frá þau lieilög orS, sem liljóma enn, þaS heyri allir menn. „Ó, litlum börnum leyfiS hér svo Ijúft og blítt aS fylgja mér, en banniS engu barni þaS hinn bezta finna staS. Því réttlátt þeirra ríkiS er“, þaS ritning öllum segir hér, og englar glaSir syngja söng um sumarkvöldin löng. Þeir syngja blítt meS sigurhljóm og saman stilla helgum óm, lofgjörS til aS lofa hann, sem líkna öllum kann. ÞaS ,undir taki okkar þjóS, en einkum litlu börnin góS, og fagni glöS viS föSurskaut á friSar helgri braut. Margrét Jónsdóttir frá Búrfelli. hún lágt óp innan úr hamragilinu. Nú, hugs- aði hvönnin, ég þarf að komast þangað og vita, hver býr þar. Nú kallaði hvönnin á regn- ið og bað það að flytja sig inn í gilið. „Það geri ég ekki“, sagði regnið. Þá kallaði hvönnin til sólarinnar og bað liana að flytja sig. „Ég má það ekki“, sagði sólin. „Ég á að gera annað“. Þá sá hvönnin þresti fljúga fram hjá. Hún kallaði til þeirra og bað þá að bera sig inn í gilið. Þrestirnir komu, tóku nokkur frækorn af hvönninni og flugu með þau inn í gilið og settu þau í mosató framan í bergið. Þegar ungu plönturnar tóku að vaxa litu þær í kringum sig og sáu þá skammt frá burnirót. „Ert þt'i þarna“, sagði hvönnin. „Já, ég jjorði ekki að mæla til þín. Hélt að þú værir svo ung og veik“. „Ussu, nei nei“. Og luin reyndi að teygja blöðin undir úðann, sem seytlaðist niður berg- ið. ,.Er gott að vera hérna?“ spttrði hvönnin. „Gott fyrir mig, en fyrir þig, veit ég ekki“, sagði burnirótin. „Ég hélt að þér leiddist og bað því þröst- inn að bera mig hingað“, sagði hvönnin. „Þú þekkir ekki lífið liéma, þegar vetur- inn kemur“, mælti burnirótin, „þá er hér kalt og dimmt. Stundum er gljtifrið fullt af snjó, þá grúfir liér nótt, nótt, dimm nótt. Þegar krummi krunkar á klettasyllunni hin- um megin, þá fer að glaðna yfir lífinu liérna, því að þá vitum við, að vorið er að koma“. Hvönnin ltafði hlustað á með athygli. ,.Við lifum hér saman í félagsskap“, sagði hvönnin, „og gleðjum hvor aðra“. „Þakka þér fyrir“, sagði burnirótin.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.