Ljósberinn - 01.04.1948, Blaðsíða 19

Ljósberinn - 01.04.1948, Blaðsíða 19
LJÓSBERINN 51 ]>e.S8a. Hún sagði mér, að vinstúlka mín hefði verið rekin úr vistinni á veitingahúsinu, þá um morguninn, vegna þess að hún hefði orðið uppvís að ýmis konar óráðvendni og nú væri liún flúin. Grunurinn á lienni væri nú meiri vegna ]>ess, að vitað væri, að lienni hcfði yerið komið fvrir á uppeldisstofnun áður en hún var komin á lögaldur, einmitt vegna sams konar afbrots. Lögreglan hafði einnig lagt liald á nokkuð af siðspillingar- bókum, sem fundust í h rbergi liennar. En syndin hafði þegar náð svo sterkum tökúm á mér, að ég kannaðist að vísu við, að Emma vaeri vandræðastúlka, en ég sagði ekki eitt orð um að ég helði farið með liana inn í íbúðina, og það þó að frúin bæði mig inni- lega og mcð mjög góðu að segja nú sann- leikann. Ég vonaði alltaf fastlega, að lögregl- unni lækist ekki að hafa hendur í liári hins flýjandi þjófs. En þessi von hrást mér hrapal- lega. Tæpri klukkustund eftir að barónsfrúin var farin frá mér var dyrabjöllunni íiringt barkalega og ég fór að skjálfa af hræðslu. Mál rómur margra manna barst inn til mín neðan úr ganginum og ég gægðist niður og kom auga .á hjálm lögreglumanns. „Ó, það er þá lögreglan!11 hrópaði ég í dauðans ótta og hljóp inn í herbergið mitt. Ég mun hafa setið þar nálægt stundarfjórð- ung, er þjónninn kom inn til mín. „Þú átt að koma niður til raanna undir eins“, hreytti hann lir sér. Jóhanni var illa við mig og hann hrynti niér á undan sér, en ég hlýddi skipun hans. „Þjófadrósin, raTils ]>jófadrósin þín!“ sagði hann. „Húsbændurnir hafa haft meira við ]>ig en okkur öll hin og svo stelur þú frá þeim í ]>akklætisskyni!“ „Ég hef engu stolið, það hef ég alls ekki gert!“ svaraði ég grátandi. En þjónninn hló háðslega. „Sá ég ekki ■eðurtöskuna þína fyrir skömmu. Þessa, sem ]>essi þokkalega vinstúlka þín geymdi skart- gripi barónsfrúarinnar í? Og livemig fór bún að vita, að lvklarnir héngu í veggskápn- um á ganginum, ef þú liefur ekki sagt henni frá því?“ Mér fannst ég lieyra dauðadóm minn, c þjónninn sagði þetta við mig. En það va búið að yfirheyra hann og eldhússtúlkuna „Þjófadrósin, óþokka þjófadrósin!“ kallaði eldliÚ8stúlkan til mín, þegar ég mætti lienni niðri í ganginum, er ég var á leiðinni inn í vinnustofú barónsins. „Þú liefur logið bæði að húsmóður þinni og mér, Soffía. Nú er það þér sjálfri fyrir beztu að þú kannist að fullu við heimsókn vinstúlku þinnar og dyljir ekki neitt af því, sem þú hefur aðhafst og vkkar farið á milli“. Þessi alvöruorð sagði liúsbóndi minn við mig, er ég kom inn, og þegar hann sá, að ég skalf og nötraði, og gat engu orði upp komið, bauð liann mér sæti. Þegar ég var búin að jafna mig dálítið sagði ég frá öllu því, er ég liafði aðhafst og farið hafði fram á milli okkar Emrnu um daginn. Þegar ég liafði lokiö máli mínu, sagði lög- regluþjónninn: „Frásögn hennar virðist nú vera mjög sennileg, og ef þér liefðuð 8agt barnóninum eða frúnni þetta undir eins, þá hefðum við komizt lijá að taka vður fasta. En sökum þess að Emma Beer heldur því liiklaust fram, að þér hafið komið henni til að framkvæma þjófnaðinn og þér getið ekki fært nauðsynlegar sönnur á hið gagnstæða, ]>á verð ég, í nafni laganna, að úrskurða vður í gæzluvarðhald“. Þegar ég heyrði þetta rak ég upp óp og féll í ómegin. Er ég raknaði við aftur lá ég á legubekk barónsfrúarinnar og hún stóð lijá mei. „Ó, að ég væri dáin. Það væri betra, en að lenda í þessari smán“, stundi ég upp um leið og ég reis upp. „Ef að þér hafið enn eftir nokkurn neista af kristinni trú, sem þér eruð alin upp í og vaxin upp við, verðið þér að kannast við það fyrir yður sjálfri, að ]>ér liafið unnið til þess- arar smánar með óhlýðni yðar! Gangið nú í yður og gerið alvarlega bót og betrun í ein- verunni, og þá mun Guð ekki yfirgefa yður og við munum heldur ekki sleppa af yður hendinni með öllu“. Baróninn kvaddi mig með liandabandi, er

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.