Ljósberinn - 01.04.1948, Qupperneq 21
LJÓSBERINN
53
hann las bréf mitt, „en ég er smeykur um,
að Soffía sé dálítið hégómagjörn“.
En geta má nærri, hversu sorgbitinn og
reiSur faðir minn varð, er liann las í blöð-
unum um kvöldið: „Ósvífinn innbrotsþjófn-
aður var framinn í sumarbústað Egestens bar-
óns í gær. Stúlka nokkur, Emma Beer að
nafni, sem áður liefur verið dæmd til refs-
ingar, befur notað tækifærið, í fjarveru liús-
bændanna, til að stela ýmsum skartgripum,
10 þúsund krónur að verðmæti. Lögreglunni
tókst að handsama liana á járnbrautarstöð-
inni og hafði hún þar hina stolnu muni með
sér. Fyrrverandi þjónustustúlka hjá barónin-
um, Soffía P. að nafni, hefir verið handtekin,
grunuð um hylmingu".
Þessar fréttir komu föður mínum í þvílíkt
upphám, að liann skrifaði mér bréf til fang-
elsisins, þar sem liann, í hvössum orðum,
ávítaði mig fyrir að hafa gert honum og allri
fjölskyldunni þvíh'ka smán og ógæfu, svo
að þau lilytu nú háð og fyrirlitningu allra.
Hann útskúfaði mér nú og um alla framtíð,
og ég skyldi ekki dirfast að koma inn fyrir
bans dyr framar. Hann mundi heldur aldrei
lesa bréf frá mér og nafn mitt skyldi aldrei
uefnt á heimilinu.
Þegar fangavörðurinn færði inér þetta bréf,
sem fangelsisstjórnin var búin að opna, var
ég enn ákveðnari í því að stytta mér aldur.
Móðir mín þorði ekki að setja sig upp á
móti föður mínum, þó að hún tryði því ekki
að ég væri sek um þenna andstyggilega glæp,
nieð vitund og vilja, og hún þorði lieldur
ekki að fara til húsbænda minna til að fá
nánari vitneskju um þetta.
En Matthildur systir mín hafði þegar frá
upphafi, er hún heyrði um handtöku rnína,
baft hina mestii meðaumkun með liinni óláns-
söniu systur sinni. Hún bað fyrir mér alla
nóttina og undir eins um morguninn flýtti
bún sér á fund góðrar vinkonu sinnar, ung-
frú Kronoff, sem var forstöðukona K. F. U.
en Mattbildur var ábugasamur meðlim-
ur þess félagsskapar.
Henni var kunnugt um, að þessi kona hafði
aðgang að fangelsunum og liún bað liana að
heiinsækja mig og reyna að leiða mig til
frelsarans, sem væri hin eina von og traust
syndaranna, og fús til að veita*^ mér viðtöku,
af óuinræðilegri náð sinni.
Það kom mér líka lieldur en ekki á óvænt,
að fá heimsókn þessarar ókunnu konu. Ég
hafði verið í strangri yfirheyrslu hjá rami-
sóknardómaranum um morguninn og enn vildi
liaim ekki taka fullyrðingar mínar, um að ég
væri saklaus, trúarlegar. Allar vonir mínar
voru Jiví brostnar. Ég tók því kæruleysislega
á móti konu þessari í fyrstu, og það var ekki
fyrr en ég fékk að vita, að það væri Matt-
hildur systir mín, sem fékk hana til að vitja
mín, að ég rankaði við mér úr örvilnan minni.
Og hún sagði mér, að systir mín bæði fyrir
inér, bæði dag og nótt, að ég mætti finna
frelsara minn og öðlast náð bans og fyrir-
gefningu.
Þó að ég væri ákveðin í binni illu fyrir-
ætlun minni í fyrstu, gladdi það mig samt
innilega að vita, að til var þó ein vera í Jiess-
um beimi, sem ekki hugsaði til mín með
gremju og fyrirlitningu, lieldur með innileg-
um kærleika.
„Ó, elskulega, trygglynda Matthildur“, and-
varpaði ég grátandi. „Guð fyrirgefi mér, að
ég lief líka logið að henni og dregið liana á
tálar. Mér þætti mjög vænt um ef þér vilduð
segja henni nákvæmlega frá því, sem ég ætla
að segja yður nú“.
Ungfrúin tók í hönd mína og innilegur
kærleikur skein úr augum liennar.
„Treystið mér, kæra barn“, sagði bún, „ég
trúi því, að þér segið mér sannleikann“.
Þá sagði ég þessari góðu stúlku alla ævi-
sögu mína. Hún tók varla nokkurn tíma fram
í fyrir mér og augnaráð liennar bar vott um
hluttekningu liennar. Því lengur sem ég sagði
frá vaknaði trú og von í hjarta mínu. örvænt-
ingin vék smám saman frá mér, er ungfrú-
in sagði mér frá kærleika frelsarans til mín.
Hann væri líka dáinn fyrir mínar syndir
og reis upp aftur mér til réttlætingar. 1 trúnni
á hann mundi ég aftur öðlast nýjan þrótt
og nýja von, jafnvel þó að ég yrði saklaus
dæmd til refsingar og fyrirlitin alla æfi.