Ljósberinn - 01.04.1948, Blaðsíða 23

Ljósberinn - 01.04.1948, Blaðsíða 23
ljósberinn 55 léði mér og lögreglan liafði fundið í fórum mínum og tekið með sér. Emma fullyrti, að hún liefði léð mér þess konar bækur í lang- an tíma og ekki fengið eyris virði fyrir }>að. hegar liún svo liefði krufið mig um þóknun f> rir þetta, hefði ég svarað, að hún gæti gert sig skaðlausa með skartgripum liúsbændanna. °g fleiri svipaðar álygar bar hún á mig. Hún lýsti mér sem ákaflega illa innrættri og vondri stúlku. Ég væri í raun og veru þjófurinn, en hún sjálf, Ennna Beer, liefði verið afvega- leidd af mér. Það lá við að ég sykki niður, þar sem ég var komin, af smán og blyggðun, er ég varð að hlusta róleg á allt það, er liún sagði iim mig. Æ, þá lærðist mér að verða smá og lítillát. Þá skildist mér það fyrst, hve átakanleg sálarkvöl það hefur verið fyrir Drottin minn og frelsara, þegar hann, hinn hreini og saklausi, var dreginn fyrir dóm- stólana og farið með hann eins og dauðasek- an glæpamann. IV. Áður en ungfrúin útvegaði mér stöðu í hvíldarheimilinu „Skógar“, hafði ég alltaf att heima í stórborg og var því með öllu ókunnug liinu dásamlega lífi í sveitinni og skógunum. En hve ég var þakklát, er ég fékk að dvelja þarna í Skógum, haustið eftir hina hræðilegu sumardaga, er ég var að því komin að yfirbugast, bæði andlega og líkamlega. Þar hlaut ég hið harnslega liugarfar að nýju, er ég fór langar gönguferðir með hinum glaða og frjálsa barnahóp. Þó livíldi enn sár sorg 1 hjarta mínu. Forehlrar mínir gátu með engu móti gleymt þeim órétti, er ég hafði fterzt sek um gagnvart þeim. Hin góðvilj- aðá ungfrú Kronoff hafði heimsótt þau fyrir heiðni mína og beðið þau að fyrirgefa mér fyrir sakir Jesú Krists og taka mig lieim til Rín aftur um stundar sakir, þangað til ég gæti fengið vist á ný. Móðir mín grét og var sýnilega fús til að verða við beiðni ungfrú- arinnar, en faðir minn sló í borðið og æpti titrandi röddu af reiði: „Þér getið sagt fyrrverandi dóttur minni. að ég fyrirlíti hana og formæli henni, og að hún skuli aldrei gera tilraun til að stíga inn fyrir þröskuldinn á lieimili mínu á meðan ég lifi. Ég naut virðingar félaga minna áður. Ég liefi setið í stjórn eimlestarstjórafélags- ins í fimmtíu ár og hefði hún ekki gert mig að umtalsefni almennings í sumar, liefði ég verið kosinn formaður þess í einu hljóði. En þegar dóttir mín liafði slegist í lióp með þessu þjófahyski, og eftir að ég hef séð heiðvirt nafn mitt tilgreint livað eftir annað í blöð- unum, fékk ég að reyna það, að félagar mín- ir stungu saman nefjum og hvísluðust á í livert sinn, er þeir komu auga á mig. „Þama er faðir miljónaþjófsins. — Dóttir lians situr nú fyrir innan járntjaldið“. Já, meira að segja, kolamokararnir og smurningsmennim- ir, ásamt öllu starfsfólki eimlestanna sendu mér tóninn um liina glæsilegu yngismær. Vin- ir niínir þrýstu að vísu hönd mína og sögðu: „Þú skalt lialda áfram að vera vinur okkar, því að þú ert heiðarlegur sómamaður í okk- ar augum, eftir sem áður. Maður getur ekki varðveitt æskuna á þessum siðspillingatím- um og það liefði auðveldlega getað farið svona fyrir hverjum okkar sem var“. En þér megið trúa því, að orð þeirra særðu mig ekki minna en háðsyrði hinna vesælu stráka, er ég mætti á götunni. Ég sagði mig undir eins úr félag- inu og ætlaði að hætta störfum við eimlest- ina, en félagið krafðist þess, að ég starfaði þar að minnsta kosti í tvö ár í viðbót, ef ég ætti að fá eftirlaun. Áður var starf mitt mér fyrir öllu, en eftir að nafn mitt hefur verið svívirt, finnst mér ég vera vesæll og fyrir- litinn og vil helzt lialda mig heima, svo að ég komist hjá athugasemdum hins starfs- fólksins“. Ég varð mjög sorgbitin, eins og geta má nærri, er ég heyrði, livað faðir minn hafði sagt. Ég skrifaði lionum iðrunarfullt bréf, en ég fékk það endursent óupprifið. Ég liitti Matthildi systur mína á hverjum sunnudegi síðdegis, á meðan ég dvaldi lijá ungfrúmii, og liún sýndi mér ávallt sama kærleikami og trygglyndið. En þegar faðir minn komst að því, al

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.