Ljósberinn - 01.04.1948, Qupperneq 28
60
LJÓSBERINN
op um liríð var ekki annaS fyrir að sjá, en
að það mundi misheppnazt. En þau létu ekki
hugfallast, þó að þau ættu þegar í upphafi
við þungar þrautir að berjast.
XXII.
Kristinn og Kristín.
Nú Hkal segja frá tveimur ungum Grænlend-
ingum, sem Egede skírði og hlutu í skírninni
nöfnin Kristinn og Kristín.
Mikinn hug hafði konungur á kristniboð-
inu á Grænlandi. Hann sendi þangað skip
og kil.itniboða til aðstoðar. Til þess að Græn-
lendingar gætu fengið einliverja liugmynd
um veg og veldi Dana, þá voru tveir græn-
lemkir drengir sendir með skipi til Dan-
merkur. Annar þeirra lézt nú samt í liafi
á lelðinni þangað, en hinn, Polk að nafni,
sagði löndum sínum allt af létta um það,
sem honum hafði fvrir augun borið, þegar
hann kom heirn aftur til Grænlands. Hann
kvaðst hafa verið tvo mánuði í liafi úti, svo
að hvergi liefði séð til landa, fvrr en liann
kom að landi þcirra brúsaskeggjanna (í Nor-
egi). Síðan kom hann til landsins mikla, þar
sem konungurinn þeirra átti heima. Þar væri
fólkið margt sem iný, hiis konungsins og guðs-
þjónustuhúsin svo háreist, að eigi vrði skotið
vfir þáu ör úr boga, þar væri fjall eitt tiibú-
ið af mannahöndum, Sívali turn, og snigil-
gangur innan í, alveg upp í topp. En þetta
var Iíka eina fjallið í öllu landi konungs vors,
sagði liann. Landar lians flykktust þá að
lionum og spurðu, hvort konungurinn væri
mikill vexti, Iivort hann hefði veitt marga
livali, hvort hann væri rammur að afli og
mikill galdramaður og hví hann færi ekki
á hvalaveiðar til þeirra, eins og Hollendingar.
En Polk sagði, að formaður fyrir livalveiða-
skipi væri smámenni eitt lijá dönskum mönn-
tim, en þó væru þeir allir smáir í samanburði
við konung þeirra. En þótt hann væri svona
mikill vexti, þá heiðraði hann samt, eins og
aðrir, konunginn mesta, skapara himins og
jarðar. Þann konung dýrkuðu þeir í stórum
húsum, fjöllum hærri og væru þau prýdd
innan mörgum dýrlegum gripum; þar syngju
þeir með hljóðpípum, sem væri stórar eins og
tjaldsúlur og væri hljóðið í þeim eins og í
gömlum og ungum mönnum.
Seinna kvæntist Polk ungri stúlku græn-
lenzkri. Þegar liann bað liennar, þá leiddi
liann lienni fyrir sjónir eftirfarandi mynd
af sér: Ég sigldi yfir hafið breiða og hættu-
fulla, til landsins þeirra brúsaskeggjanna. Ég
hef séð hinn mikla þjóðhöfðingja, konung-
inn. Ég hef heyrt hið ógurlega vopnabrak
í stóra liúsinu hans, bæði úti og inni. Ég er
auðugur að fé. Ég á þrjár kistur fullar af
dýrindisgripum, miklu fleiri en ég þarf einn
á að halda. Þess vegna vil ég fá mér konu
o. s. frv.
C-
Þi'ss þarf varla að geta, að yngismærin
grænlenzka, gat ekki staðið af sér þennan
víðförla yngismann, svona auðugan, eins og
hann var.
Þau voru nú skírð hjónaefnin og lilutu
nöfnin: Kristinn og Kristín í skírninni.
XXIII.
Börn Egedes.
Egede hafði mikið gagn af börnum sínum.
Sérstaklega var Páll, ehlri sonur hans, ötull
og vel gefinn drengur, þar á meðal bráðfljót-
iir að læra tungu Grænlendinga. Og honum
tókst að Iaða þá að sér með teikningum sín-
um og hljóðfæraslætti og öðru þvílíku. Auk
þess var hann Iiinn slyngasti veiðimaður, svo
að Grænlendingar gátu eigi annað en dáðst
að honum.
Egede gerði sér nú far um að laða til sín
nuinaðarlaus börn og hin önnur með gjöf-
tim, til þess að þau festu vndi lijá honum
og hann gæti bæði kennt þeim og lært tungu
þeirra um leið.
Af því að Egede kunni svo lítið í málinu
sjálfur, þá varð hann að kenna með mvnd-
um. Páll teiknaði þá biblíumyndir til þess
að hafa við kennsluna. Þetta gekk nú í fyrstu
allgreiðlega, af því að þá var þetta þar allt
saman nýungar. En hinir eldri voru allt of