Ljósberinn - 01.02.1949, Blaðsíða 10

Ljósberinn - 01.02.1949, Blaðsíða 10
6 LJÓSBERINN infíii, þegar hún sat á Imjám föður síns o<i starði á silkistjörnurnar. Hanna átti afmæli í apríl og þegar hún var fjögra ára geri'iist sorglegur atbnrður. Það voraöi snemma og strax í marzmán- aðarlok var garðúrinn alþakinn blónmm og húið aö sá matjurtunum. En svo rauk liann allt í einu upp á suðvestan. Kristján Ivars- son hafði lagt net rétt fyrir utan hafnargarð- inn og vitjaöi sjálfur um það á (laginn. Nú óttaðist liann, að liann niundi missa það í ofviðrinu. Þess vegna liafði liann enga eirð í sér og klukkan tíu um kvöldið ákvaö hann aö hrjótast út og freista að bjarga netinu. Geirþrúður var því mjög mótfallinn, að liann færi þetta, en hann hrosti aðeins til hénnar og sagði: „Vina mín, þetta er rétt í liafnarmynninu svo að segja og háturinn minn er hreinasta þing. Ef við hins vegar missum þetta nýja net, j)á kostar það okkur 1000,00 krónur. Veðrið er heldur ekki upp á það allra versta“. Löngu eftir að Hanna var sofnuð, gat Geir- þrúöur ekki fest svefninn, þó hún heföi lagt sig út af. Það stóð einlivernveginn svo ríkt í lienni, aö [>eir miklu hamingjudagar, sem þau lijónin höfðu notiö hingaö til, væru nú á enda. Eftir dálitla stund fór hún upp úr rúminu, kraup á kné fvrir framán rúm Hönnu litlu og hað Guö lieitt og innilega aö vernda nianninn sinn í |>essari hæltuför. En live mjög sem hún hað vék ekki angistin úr huga liennar og himininn virtist vera lokaöur. Litlu seinna heyrði hún, að enn haföi hvesst og að koinið var mikið fárviðri; húsið nötraði í byljunum. Og j>á var rétt eins og hún fyndi að eitthvað hefði komið fyrir Kristján. Loks rann henni hlundur í hrjóst, en j>að var ekki nema rétt snöggvast, jiví hana dreymdi, að maðurinn lienna’r kæmi inn og legði sjókalda hendi á enniö á henni. Loks rarin dagur og veörið tók aö lægja. Hún klæddi sig og reikaði niður að höfninni. Henni lá svo sem ekki á, því hún vissi, að Kristján væri fyrir löngu kominn í land, ef hann heföi ekki drukknaö. Nokkrir sjó- menn stóðu þarna niðurfrá og voru að ræða um það, hvernig á því stæöi, aö bátur Krist- jáns væri horfinn, og jiegar }>eir sáu Geir- Jirúði skildu j)eir strax, aö eittlivað lilaul að liafa komiö fyrir. Þegar J)eir fréttu, aö Kristján heföi fariö aö vitja um netið kvöldiö áður stóðu j)eir þögulir nokkur augnablik, en hriindu síðan í skyndi tveim hátum á flot og stefndu þangað, sem netin áttu að vera. Tveim stundum síðar komu þeir aftur að landi, en Jieir gátu ekki flutt liinni harm- þrungnu konu önnur tíðindi en þau, að Kristján hefði auðsjáanlega hugað að net- unum, en nú sæist bátur lians hvergi. Þeir reyndu að telja henni trú um, að sennilega hefði hann rekið að landi einhvérs staðar annars staöar og myndi skila sér seinna. En Geirþrúður vissi með vissu, að lmn var orðin ekkja. Nú fóru sorgar- og erfiðleikatímar í hönd. Þegar Geirþrúður kom lieim var Hanna vöknuð og sat uppi í rúminu. Hún lék sér að brúöunni sinni og raulaði vísu, sem hún var nýbúin aÖ læra. En undir eins og hún sá örvæntingarsvipinn á mömmu sinni, varð hún hrædd og fór að gráta. Svo slökk hún upp úr rúminu og tevgði hendurnar fram á móti móður sinni, sem vaföi hana ástúð- lega að sér, settist með liana á stól og reyndi aö sefa liana. En um leiÖ og hún lél vel að Hönnu fór hún sjálf að gráta. Og nú sagði hún henni frá storminum og frá pabha lienn- ar, sem liefði farið að vitja um netið, en væri ekki kominn heim. „En“, bætti hún við, „ef til vill hefur hann lent í lirakning- um og náð landi einhvers staðar og kemur aftur liéim til okkar“. Þegar | >ær voru búnar að fá sér svolítinn matarhita fóru J)ær niður að liöfninni lil j>ess að vita, livort nokkur tíðindi heföu borizt, en þær hittu aðeins þögla og dapra menn, sem vottuðu þeim þögula hluttekn- ingu. Kristján Ivarsson var einhver dugleg- asti sjómaðurinn í þorpinu, hraustur, reglu- samur og vinsæll. Allir söknuðu hans og fannst, að nú væri stórt skarð fvrir skildi.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.