Nýtt kirkjublað - 30.01.1908, Side 9
NÝTT KIRKJUBLAÐ
5
o: hugsandi manna í trúarefnum séu margar og breyttar, og
hér, á Iandi breyskleikans, ófullkomleikans og skammsýn-
innar, er alls ekki að búast við sömu skoðun á hinum ýmsu
greinum trúfræðinnar. Enda mun ekki mega gleyma því, að
live mikilvæg og ómissandi og dýrðleg sem trúin er, til þess
að sameina breyskan mann hinum algóða og heilaga guði,
vorum kærleiksríka föður á hæðum, manninum til frelsis og
sáluhjálpar, þá er þó og verður kœrleikurinn til guðs og
manna skilyrði fyrir arflöku eilífs lífs, enda segir Jesú það
skýrt og Ijóst. (1896).
Kenningarfrelsi öllu fremur.
Undarlegt væri það vissulega, ef trúmál og samvizku-
frelsi þyrftu eigi frelsi til að geta þroskast og tekið fram-
förum. Og vissulega hefir það stórkostlega hneykslað mig, að
prestarnir skuli vera bundnir — rígbundnir með hátíðleguui
eiði — við vissan hókstaf, í landi þar sem kallað er að trú-
arfrelsi sé ríkjandi, og að þeir skuli vera sviftir embætti, ef þeir
víkja frá fyrirskipuðum dogmum [trúarsetningum] sem slegið
hefir verið föstu með ofbeldi og atkvæðafjölda á kirkjuþing-
um á ófrjálslyndum trúarfrekjutímum. Hér má maður ekki
hreifa sig, ekki líta til hægri né vinstri í trúmálum eftir að
maður getur þó ekki annað en farið að hugsa og álykta
sjálfur, þegar lifið og reynslan er búin að taka mann í sinn
skóla um fleiri ár — eða réttara sagt: eftir að sjálfur guð
hefir tekið mann í sinn skóla og kent manni þar sjálfum að
hugsa, álykta, efast og trúa. (1895).
Fríkirkjumálið.
Mér verður ánægja að lesa í Kbl. um aðskilnað ríkis og
kirkju. . . . Þetta er að mínu áliti eina ráðið til þess að
lileypa lífi i hið andlega lif í kirkjunni. Annars hverfur al-
drei doðinn og deyfðin, sem nú er eigi að ástæðulausu talað
um. (1894).
_ ^
Annars þykir mér það undarlegt, að þjóðkirkjan hefir
meðhald ýmsra. Satt ei það, að sökum strjálbygðar lands-
ins verður erfitt fyrir fólkið að satneina sig í söfnuði, ef trú-
ílokkarnir verða margir, og fjárspurningin verður erfið við-