Nýtt kirkjublað - 30.01.1908, Side 10

Nýtt kirkjublað - 30.01.1908, Side 10
6 NÝTTKrRKJTJBLAÐ ____________________ fangs. Og mér virðist raunar svo, sem fólk, sem er því ekki vaxið enn aS nota prestkosningarfrelsið betur en hefir sýnt sig á ýmsum stöðum, muni ekki vera jþví vaxið að afnumin sé rikiskirkjan, og hver látinn eiga sig. Sé vandfarið með nokkurt frelsi, þá er það að minu áliti trúar og samvizku- frelsið. En hitt er ég enn trúaður á, að andleg framför og vöxtur guðs heilaga ríkis, bæði hjá einstaklingnum og heilum hópum, þróist og þroskist eðlilegast og bezt með fullu frelsi. (1896). Eg held lítið upp á þessar ríkiskirkjur sem i minuiu augum er óeðlilegt fyrirkomulag- Þar er þó mjög margt að athuga. Og ekki get ég verið með sira Lárusi [Halldórssyni] í því að sleppa við ríkið öllum eignum kirkjunnar, né í því að prestar fái eigi mentun til sinnar stöðu. Kirkjan á svo mikið, og því á hún víssulega að halda, ef eigi til annars, þá til að menta prestaefnin og standast stjórn safnaðarinsí heild. (1896). Krislindómskenslan. Það væri að mínu áliti mjög heppilegt, að í kristindónis- kenslunni væri fyrst byrjað á lífi frelsarans og kenningum hans, en að felt væri mikið burt af því er nú er í biblíu- sögum úr G. Tm. Annars ber að viðurkenna vandann sem á því er að semja bihlíusögur handa börnum — sögur sem eiga að setja varanlegt blessunarríkt mót á alt þeirra líf. Það verður að hafa í huga við tilbúning þess vandaverks, að ekkert sé í þeim, sem stríðir móti heilbrigðri skynsemi, þeg- ar hún seinna í lífi einstaklingsins nær dómgreind og þroska, svo að seinna komi sem minst barátta milli trúarinnar og skynseminnar; eg segi sem minst, því að eg liygg að eigi verði unt að fyrirbyggja efasemdir og andans stríð, eins og ekki er unt að fyrirbyggja líkamlegt stríð fyrir tilveru líkam- ans Því að stríð virðist þurfa hér á jörð til þess að full- komnun og framför geti átt sér stað. En bezt er þó að stríðið sé sem juinst, af því að falls er von af breyskum. (1897). Óskeikulleikinn. Eg hefi alt af búist við greinum frá þér um „infallibili-

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.