Nýtt kirkjublað - 30.01.1908, Qupperneq 12
8_ ________NÝTTJSIRKJUBLAÐ
syrtir fyrir sjónum, að falla í auðmýkt fram fyrir hásæti hins
almáttuga og alstaðar nálæga með barnslegri trú og tilbeiðslu,
og með bæn um að hann styrki mína trú, svo að ég geti
staðist og verið það sem ég á að vera iyrir aðra.
En mér virðist mörg villan vera drotnandi enn, og að
enn sem fyr eigi hið sanna erfitt, og verði oft að lúta öðru
lakara. (Haustið 1896).
j§cra gophonías.
.Aldursmunur okkar var ofmikill í skóla til þess að við
yrðum samrýmdir. Hann var einhver allra vinsælasti piltur-
inn í skóla, svo ástúðlegur og glaðvær, og af atviki man eg
að hann var formaður í skólafélaginu.
Þegar eg á prestafundi Hólastiftis sumarið 1904 sat und-
ir prédikun séra Zophom'asar í Sauðárkrókskirkju, þá varð
mér tvent svo minnisstætt frá fornum dögurn: Það var strengja-
hreimurinn einkennilegi í röddinni og augnaperlurnar fögru
og skæru. Hvorttveggja óbreytt.
Sagt að allir prófastar séu búmenn, eða verið svo, og
gefið undir fótinn að minni séu þeir á stundum andans menn.
Nú, þarna á prestafundinum, voru það 4 prófastar, sem and-
lega mótið settu á samkomuna. Mig furðaði á því, hvað séra
Hjörleifur gat verið ungur ogfjörugur, og áræðinn til nýjunga.
Séra Jónas á Hrafnagili flutti þar efnismesta málið, fyrirlestur
um „opinberun guðs“ sem síðan birtist á prenti, einkar vel
hugsað mál og rökstutt miklurn lærdómi. Þriðji prófasturinn
var séi’a Davíð á Hofi, sem prédikaði við fundarsetningu, svo
elskulega látlaust eins og honum var eiginlegt, hvar sem hann
stóð og starfaði. En fjórði prófasturinn var séra Zophonías,
lífið ogsálin íöllum félagsskapnum, annar upphafsmaður hans, for-
maðurinn og fundarstjórinn. Hann prédikaði blaðalaust þenn-
an sunnudagsmorgun á Sauðárkrók. Efuismikið var það
ekki, virtist þá undirbúningslítið, en einkar hlýlegt.
Fimti prestur Hólastiftis sem eg man bezt þaðan, og rnest
átti talið við, er slund bauðst utan fundarhalda, var ekki pró-