Nýtt kirkjublað - 15.03.1908, Síða 10

Nýtt kirkjublað - 15.03.1908, Síða 10
58 NÝTTKIRE:.niBL AÐ^ _ _____ ____ Eins hafa íslenzkar stúlkur sótt sumarnámsskeiðin þar. Síð- astl. sumar voru þœr 5. Nú er dóttir Schröders, frú Ingi- björg, húsmóðirin á hinu ágœta heimili, og kvað hún vera lík móður sinni, er allir minnast sem hins frábærasta val- kvendis, og hóf hún engu síður en bóndinn skólann til hins mikla vegs. Einn af hinum íslenzku lærisveinum Schröders ritar frá Noregi á þá leið: „Allur háskólaheimur Skandínavíu og Finnlands keppist við að heiðra minning síns mikla læriföður. Islendingar lögðu og sinn litla skerf til með skrautlegum kranzi, þótt eigi hafi þess verið getið.“ |renjadals-9i99i- Islenzk sögumynd frá byrjun 18. áldar. Ætti að skipa við dyr mentabúrsins okkar nýja mann úr steyptum málmi, þann er mest ætti í íslenzku fjársjóðunum, er þar geymast inni fyrir ritaðir, þá stæði séra Jón Hall- dórsson næstur til að verða fyrir því. Séra Jón prófastur í Hítárdal (prestur þar 1692—1736) var hinn mesti lærdómsmaður sinnar tíðar, og um leið sómi og prýðí sinnar stéttar. I sögukorninu hér á eftir er hann fremstur í flokki gjamm- andi blóðhunda, sem elta sært og soltið skógardýr, og drepa það. En séra Jón og prestarnir í Mýrasýslu voru menn að betri fyrir bragðið, voru einmitt taldir menn sannkristnari „eftir guðs hjarta“, er þetta gerðist fyrstu ár 18. aldar. Og séra Jón er, þrátt fyrir þetta, sami ágætismaður ís- lenzku kirkjunnar. Það er aldarfarið, sem vér reynum að fá skilning á, og þá getum vér fyrirgefið honum. Og sögumyndin kennir oss eigi sízt, hvaða fávísi það er að neita breytiþróuninni andlegu, og að ætla sér að ganga í lífsskoðana-fötum liðinna alda. Annar prestur kemur töluvert til sögunnar, Stafholts- tungnapresturinn, séra Gunngr Pálsson, hann er ómerkilegur

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.