Nýtt kirkjublað - 15.03.1908, Qupperneq 14

Nýtt kirkjublað - 15.03.1908, Qupperneq 14
6á NÝTT ÖfíKÍUBLAt) „Sagður er mér hann (o : Sigurður) mjög laslegur til holda, sem því ver fleiri rómast. Ei er þeim álasandi er ekki geta betur veitt“. Þá er bréfaskriftunum lokið. Neðan við á síðunni, — og er bil á milli, — ritar Jón prófastur: „NB. Þessi Sigurður dó viku fyrir Smiðjuhólsþing, er því undan vorum dómi. Guð hafi friðað hans sál“. Þá er sagan úti. Dauðameinið er vandalaust að finna. Islenzkan á þetta alveg óviðjafnanlega orð, að deyja úr „ófeiti“. Og vesalings Grenjadals-Siggi var þá undan þeirra dómi. Dulrænar smásögur, teknar eftir skilgóðum heimild- um. Safnandi Brynjólfur Jónsson frá Minnanúpi. Kostnað- armaður Skúli Thoroddsen á Bessastöðum. Verð 1 kr,. 50. Söguílokkarnir eru sjö : Berdreymi, feigðarboðar, dáinna — svipir, dular-gáfur, dular-tilbrigði, huldufólk og dular-dýr, og má ráða af þeim nöfnum efni bókarinnar. Safnandinn leggur áherzlu á að heimildirnar séu góðar, enda eru sögurn- ir frá þeim tíma er minni rnanna nœr til af eigin sjón og heyrn. Safnandinn kemst svo að orði í eftirmála: „Hver veit nema það verði vísindalega uppgötvað, að heili mannsins hafi frá náttúrunnar hendi fengið móttöku-á- hald fyrir áhrif úr heimi leyndardómsins, en að þetta áhald hafi smám saman hætt að þroskast, af því að næringin hafi meir og meir dregist frá þvi til annara áhalda heilans, sem mentanin lagði rækt við. Og ef það hverfur með öllu, ef öll dular-á- hrif hætta alveg, þá er sögulega merkilegt að eiga til rökstudd sýnishorn þeirra, er sanni, að þau áttu sér stað áður. Þætti mér vel, ef þetta litla sögusafn gæti orðið takandi með, þá er til rannsóknar þessa máls kemur“. Margir verða óefað til þess að lesa þessar dulrænu sög- ur, það er mikið til af þeim um alt land, og þeim er haldið á lofti. Nokkrir hafa og safnað slíkum sögum eins og Brynj- ólfur, skrifað jafnharðan er heyrðu, að tilgreindum öllum heim- ildum. Ritstjóri N. Kbl. á t. d. ekki svo fáar slíkar sögur skráðar af sjálfum honum fyrir einum 25—30 árum.

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.