Nýtt kirkjublað - 01.06.1908, Blaðsíða 3

Nýtt kirkjublað - 01.06.1908, Blaðsíða 3
jrtTT^KmKJTOBLAB^_____________123 dirfðist að kenna opinberlega að kristnir menn væru ekki bundnir við lögmál Móse, risu óðara upp gyðinglundaðir kristn- ir menn í söfnuðunum og andmæltu harðlega slíku svo sem nýrri guðfræði, sem ekki mætti líðast, já, eltu postulann úr einum bæ í annan, til þess að mótmæla hinum „háskalegu" kenningum hans og gjöra hann tortryggilegan sem misindis- manu. Og hver efar það, að þeirra tíma séra Jónar Bjarna- synir hafi gefið í skyn, að þessar nýungar Páls væru „fundn- ar upp til þess að særa kristna trú í hjartastað" ? Og öld eftir öld hefir sami leikurinn verið endurtekinn innan kirkjunnar. Hvenær sem einhverri nýbreytni hefir ver- ið hreyft, hefir nýbreytni-hatrið óðara komið í ljós í einhverri mynd, — hinir og þessir risið upp fullir vandlætingar vegna drottins og hinnar „einu réttu trúar", ogkallað þetta nýja guð- fræði, nýja vantrú, sem lífið ríði á að kveða niður, slíkur háski sem kirkju og kristindómi stæði af því. Hver sem lítið eitt hefir kynt sér sögu hinna kirkjulegu trúarlærdóma frá byrjun til vorra daga, lætur því ekki líða yfir sig þótt hann heyra sama lagið sungið af þessum íslenzku vörðum rétttrún- aðarins, Sameiningunni og Bjarma og — svo alt sé tekið með — Frækornum. Hann hefir heyrt lagið fyrri og mun kannast við flesta af tónum þess. En eins og gefur að skilja er það fleira, sem veldur þess- um ímugusti á nýju guðfræðinni. Hjá mörgum stendur hann í sambandi við mannlega makindaelsku. Þeir hafa nú einu sinni mótað skoðun sína á hlutunum eða aðhylzt þær skoð- anir annara, sem þeim þóttu aðgengilegastar og þykir því ó- þarfa fyrirhöfn að fara að breyta til. Þeir vilja fá að vera í friði með skoðanir sínar og fyllast því óvild gegn hverjum þeim er þessum friði þeirrá vill raska. En langoftast stend- ur þessi imugustur í sambandi við harla rótgróinn misskiln- á allri afstöðu guðfræðinnar til kristindómsins, er aftur oi'sakast af misskilningi á eðli guðfræðinnar yfir höfuð. II. Sambandið milli kristindóms og guðfræði, trúar og kenn- ingar, hefir löngum verið almenningi fremur óljóst og er það víða enn í dag. Menn hafa þráfaldlega ruglað saman þessum hugtökum, og af þeim hugsanaruglingi hefir margt

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.