Nýtt kirkjublað - 01.06.1908, Blaðsíða 5

Nýtt kirkjublað - 01.06.1908, Blaðsíða 5
um að eitthvað sé, þá er bilið aðeins mjótt milli slíkrar trú- ar og þess sem vér nefnum kenningu, — hvorttveggja á heima á sviði vitundarinnar. Og þar sem nú kenningin er útlist- un trúarinnar í báðum þessum merkingum orðsins og fram- setur skoðanir mannanna bæði á innihaldi hinnar sáluhjálp- legu, réttlætandi trúar og hinnar viðurkennandi trúar, þá er aldrei nema skiljanlegt, að trúin sjálf og útlistanirnar á inni- haldi trúarinnar geti runnið saman í meðvitund almennings. En afleiðingin af því verður svo, að þetta þrent: trúin sem hjart- ans-traust á guði, trúin sem sannfæring um það sem ekki verð- ur séð, og hin trúfræðilega útlistun trúarinnar, verði alt álitið jafn-mikilvægt og jafn-nauðsynlegt til sáluhjálpar. En þetta er villa, sem mörgu illu hefir til leiðar komið. III. Það verður aldrei of alvarlega brýnt fyrir mönnum, að trúin gjörir oss hólpna einungis af því leyti sem hún er kær- leikssamfélag hjartans við guð, einungis að þvi leyti sein hún er í þvi fólgin, að maðurinn gefur guði hjarta sitt i harns- legu trausti til náðar hans. En að því leyti sem trúin er ein- göngu sannfæring um, að eitthvað sé til, seni eg ekki get beint þreifað á, eða eitthvað satt og áreiðanlegt, sem eg ekki get fengið sönnur á með skynsemi minni, þá er hún að vísu mikilvæg fyrir samfélag mitt við guð, en hójpinn gjörir sú trú mig ekki. Hún getur í mesta lagi aðeins stutt að því óbein- línis, að því leyti sem traust mitt á guði styrkist fyrir bana, en beinlinis frelsað getur hún ekki. Eg trúi því t. a. m. að guð sé til, en hvað stoðar mig slík trú ef eg eftir sem áður lifi eins og enginn guð væri til? Eg trúi, að Jesús Kristur sé sonur hins lifandi guðs, en sú trú gjörir mig engan veginn hólpinn hafi hún engin áhrif a afttöðu hjarta míns til hans. Eg trúi því ennfremur, að Jesús Kristur sé á þriðja degi upprisinn frá dauðum, en eg get eins fyrir það verið glötunarinnar barn, ef samband mitt við hann er þrátt fyrir það ekki öðruvisi en sariiband mitt við aðrar persónur mann- kynssögunnar frá löngu liðnum tímum. Með óðrum orðum: hafi trúin sem sannfæring um að eitthvað sé svo eða svo, engin áhrif á hjartalagið, afstöðu Iijartans til guðs, þá er hún eins- kisvirði í sáluhjálplegu tilliti, Hún er þá að eins dauð trú.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.