Nýtt kirkjublað - 01.06.1908, Blaðsíða 7

Nýtt kirkjublað - 01.06.1908, Blaðsíða 7
N^TTJKI^JUBLAÐ^ 127 fermingardagurinn. Flestir munu, á öllum aldri, minnast fermingardagsins síns með bljúgum tilfinningum, og ekki sfzt þegar ellin tekur að beygja. Margir aldraðir menn telja dag þennan hinn þýðing- armesta dag æsku sinnar; og hugnæmt er að veita því eftir- tekt, hversu endurminningin um fermingarathöfnina endurlífg- ar aftur fjörið í sál öldungsins, og glæðir blíðu og barnslegu tilfinningarnar í lijarta hans. Þessi staðreynd ber ljósan vott um það, hversu þýðingarmikill kirkjusiður fermingin er, og hversu mikils væri mist ef hann legðist niður. Þær raddir hafa enn eigi verið háværar, sem andmælt hafa fermingunni, þótt gjört hafi þær vart við sig hjá þjóð- inni. Menn hafa fundið fermingar-athöfninni það lil foráttu, að heitið sé æfilangt, þar sem reynslan sé sú að menn rjúfi það alment. Þetta er eigi réttmæt aðfinsla, sökum þess að heit- ið geta menn rofið þótt um skemmri tima væri að ræða. — Mörgum, sem andmæla fermingarheitinu verður það á, að gleyma að taka tillit til orðanna: Viltu standa stöðugur o. s. frv. En það eru einmitt þessi orð, sem gjöra það að verk- um, að eg hygg að hvert fermingarbarn geti unnið heitið með rólegum huga í allri alvöru og einlægni hjartans. Eg hefi svo sterka trú á afli hins góða í barnssálinni, að eg hygg að hvert fermingarbarn geti Iýst yfir því í einlægni, að það afneiti hinu illa og trúi á guð, og að það vilji standa stöðugt í þessari trú, enda munu þeir fáir vera, sem látið hafa í ljósi iðrun yfir því að hafa unnið fermingarheitið. En það er eitt atriði fermingarathöfninni viðvikjandi, sem nú orðið, er alveg þýðingarlaust, og sem oft hefir orðið til þess að draga úr áhrifum athafnarinnar. Atriði þetla er yfirheyrsl- an í krisfnum fræðum á börnum í messunui á fermingardag- inn. Mér hefir ávalt fundist það mjög óviðfeldið, að láta slíkt próf vera samfara fermingunni. Afleiðingin er sú, að börnin hugsa til fermingardagsins með kviða. — Hugsunin, sem fremst virðist vaka í sálum margra barna er sú, að geta „stað- ið sig vel fyrir prestinum" eins og það er orðað daglega. Siður þessi mun hafa myndast í þeim tilgangi. að gefa söfn- uðinura kost á að heyra að börnin hafi numið helztu atriði

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.