Nýtt kirkjublað - 01.11.1911, Blaðsíða 5

Nýtt kirkjublað - 01.11.1911, Blaðsíða 5
_ _ NÝTT KrRK.TUBLAi) 245 röngn, er sinn segir hvað, og litlu fróðari verða þeir sem rannsaka ritningarnar og bera blöð andstæðinganna saman, ])ví hver segir annan Ijúga! . . . Leiðir alt þetta að lokum til þess, að hver trúir sínu blaði og gjörist ofstækisfullur blind- ur ílokksmaður. Svo skiftist landslýðurinn í fjandsamlega flokka, sem hvorugur treystir öðrum til annars en landráða og alls hins versta. Gamlir vinir og samverkamenn gjörast að fullum fjandmönnum, fjandmenn að vinum, óvild kemst inn milli vina og vandamanna og öllu verður snúið öfugt. Svo þegar tíminn líður og rykið rýkur burtu, sem þyrlaðist upp í baráttunni, ])á kemur ef til vill í ljós, að ekkert gott málefni lá á bak við hana, aðeins tog nokkurra leiðtoga um völdin, persónuleg óvild þeirra og hefndargirni, eða þá að beggja málstaður var einskis nýtur . . . Við og við er kvartað undan öllu þessu í blöðunum, en sí og æ i daglegu tali manna milli. Góðir menn — en skamm- sýnir — eru að skora á þá sem i þessum deilum eiga að leggja niður vopnin, eða að minsta kosfi berjast á drengilegan hátt. Eg hefi eitt sinn verið það barn að skrifa undir slíka áskorun. Eg veit ekki til þess að nokkur árangur hafi orðið af slíkum sáttamálum. Deilurnar hafa haldið áfram jafnt eft- ir sem áður. Og það sem mest er um vert — menn kaupa skömmóttu blöðin engu siður en hin. Þegar llokksæsingin befir gripið kaupendur blaðanna, þá verður þeim deilan ekki eins leið eins og þeir láta. Þvert á móti. Þeim finstþáfyrst matarbragð að blaðinu, þegar það skammar andstæðingana sem ósleitilegast. Þeir trúa blaðinu lil þess, að þeir séu bæði heimskir og illgjarnir, hreinir landráðamenn: Og því skyldi nokkur hlífa slíkum þorpurum! Nei, hin heilaga vandlæting stórorða blaðsins er sannarlega ekki ástæðulaus. Miklu frem- ur er hún hið eina nauðsynlega. Hún opnar augu manna fyrir því, hvílíkur voði landráðamannaflokkurinn er fyrir land og lýð! Og svo segir náttúrlega landráðamannaflokkurinn al- veg sama og engu betra um andstæðingana . . . Eg hefi kynst mörgum blaðamörinum, þingmönnum og öðrum svonefndum leiðtogum vorum, og eg hefi ekki orðið var við annan ágalla á þeim, umfram aðra menn, en þann að þeir eru flestum sannfærðari um flónsku og mannvonsku andstæðinga sinna. Þéssi rótfesta sannfæring á að sjálfsögðu

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.