Nýtt kirkjublað - 01.11.1911, Blaðsíða 15

Nýtt kirkjublað - 01.11.1911, Blaðsíða 15
Stykkishólmskir kj a. I?egar kirkjur eru reistar i fyrsta sinn í kauptúnum, eiga þær ekkert sór til búnaðar, eu jafnan hafa þá safnaðarmenn reynst ör- látir til gjafa. Svo er um Stykkishólmskirkju. Hún er nú fullra 30 ára og er prýðilega úr garði gjörð, að áhöldum og skrúða og er alt gefið. Nú nýfarið hefir söfnuðurinn gefið vandað harmoníum. Altaristaff- an er gefin af verslunarstjóra Sören Hjaltalín, stórkaupmaðar L. Tang hefir gefið ljósahjálminn, fimm-armaðir altarisstjakar eru geín- ir af Helga kaupmanni Zoéga í Eeykjavik og konu hans, og 2?or- valdur skósmiður Jóhannsson hefir gefið stóra koparklukku. Síra Lárus á Breiðabólsstað. Titt er það að menn losL sig við annað nafnið af tvein,ur, og gleymist það og fer vel. Hitt er fágætara að nafni só bætt við mann og það festist, og allir taki það fyrir skirnarnafn. Svo er um síra Lárus HaUdórsson á Breiðabólsstað á Skógarströnd. Bit- ar hann mér nýfarið svo: „Eg var áðan að líta á embættismannatalið í Landshagsskýrsl- unum, og er eg þar eins og viðar nefndur Lárus Scheving Hall- dórsson, en heiti þó ekki uema tómur Lárus. Stafar alt frá mia- skilningi Jóns sál. rektors, þegar hann færði mig fyrst inn í bæk- ur skólans. Við vorum að rekja saman ættir okkar og eg mun hafa sagt honum, að eg væri heitinn eí'tir Lárusi Hanssyni Soheving sem dó 1741, og hann tekið það svo að eg héti Soheving líka og skrifað það svo í prótokollinn, en skfrnavottorð mitt kom ekki fyr en seinna, eftir að eg var tekinn inn í skólann, en hann hefir þá ekki horið það saman, því að þetta' Schevings-nafn kom fyrst á stúdentsvottorð mitt, og svo rak hvað annað, en eg hirti aldrei um að leiðrótta." Schevings-nafhið er strax við inutökuprófið (Skólask. 1893— 94). Nafnið er á prófvottorðum beggja skóla, í veítingar og vigsln- bréfum. En betra er líklega seint en aidrei að reyna að losna við það. Minnisvarðasjóður Jóns biskups Vídalíns. Árið 1889 lagði Páll sögukennari Melsteð dálitla upphæð 1 Söfnunarsjóðinn, er þar skyldi ávaxtast, þangað til að fyrir féð mætti reisa Jóni hiskupi Vidalin minnisvarða, líkan minnisvarða Hallgrims Péturssonar við dómkirkjuna. Bogi Th. Melsteð hefir ráðstafað Söfnunarsjóðsbókinni til bisk* ups, og á hann að hafa hönd yfir. Eru nú í bókinni framt að þvi 90 krónur.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.