Nýtt kirkjublað - 01.11.1911, Blaðsíða 14

Nýtt kirkjublað - 01.11.1911, Blaðsíða 14
254 NÝTT KlftKJtJBLAÐ og þótti vænt um haua. Eg man vel, hvernig sömu karlarnir tóku sömu sætin á hverjum messudegi, og voru hreyknir af því að eiga snotrustu kirkjuna í sýslunni — á þeim tíma. Og nú á að rífa niður þetta altari. Trúað gæti eg því, að eldra fólkið sakn- aði þessa staðar og guðsþjónustu-stundanna gömlu. Betra ráð er ekki til þess að kæla menn við kirkju og kristindóm en að rífa niður ölturin, þar sem kynslóðirnar haía beðið bænir sinar. Það þyrfti að koma í veg fyrir þetta.“ Búrfellskirkja býr að því enn hvað söfnuðinum og eigendum hefir þótt vænt um hana. Mætti þar öðrum fremur nefna hinn góðkunna Jón bónda Halidórsson, sem látinn er fyrir nokkrum ár- um. Kirkjan er frábærlega vel búin að góðum gripum og áhöld- um og bókum. En allhrörleg orðin, enda legið í loftinu að lögð yrði niður. En stór-alvarlegt er þetta, sem um er talað í bréfinu. Og dæmi eru þess, að sókn hefir orðið mun minni að samsteypukirkj- unni á „hentugum11 stað, en áður var að smáu og ósjálegu kirkjun- um. En þær voru samgrónar fólkinu, og enginn kann að segja hvaða dularbönd tengja oss fornhelgum véum feðra vorra. Jatho prestur í Köln. Hann lét af embætti í prússnesku ríkiskirkjunni eftir úrskurði dómnefndar þeirrar er siík mál hefir með höndum. Söfnuður hans, eða mikill hluti hans, hélt trygð við hann og stórfé gafst honum i sárabætur, og margir helstu guðfræðingar Þýskalands andmæltu afsetningunni. Eftir því sem á milli fór dómnefndar og prests, virðist nefndin eigi hafa átt önnur úrræði en að dæma hann frá. Minnisvarði Jóns Sigurðssonar í Vesturheimi. Minnisvarða-nefndarmennirnir vestan hafs gátu vegna fjarvist- ar úr bænum (Winnipeg) eigi komið saman fyrri en i lok sept- embermánaðar. Þakkaði nefndin boðið um samsteypumyndina og ákvað að kalla saman til almenns fundar af hálfu Islendinga, og ætlar nefndin þar að gjöra grein fyrir gjörðum sínum, og skyidi fundur sá jafnframt ráða því, hvar myndinni yrði komið fyrir. Frá minnisvarðanefndinni i íteykjavík fylgja 2000 kr. af sam- skotafénu til uppsetningar minnisvarðanum vestra. Nýir doktorar: Þeir heimspekingarnir hans Hannesar Árnasonar urðu i haust doktorar við Hafnarháskóla. Lauk Guðmundur Einnbogason sér af í september, en Ágúst Bjarnason átti að verja sína ritgjörð í okt.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.