Nýtt kirkjublað - 01.11.1911, Blaðsíða 7

Nýtt kirkjublað - 01.11.1911, Blaðsíða 7
NÝTT KIRKJUBLAÐ 247 illyrðin, en fáir eru þeir stillingamenn, að ekki sigi í þá að lokum, þegar þeir verða fyrir endalausum og oft ótnaklegum árásum, og alt sem þeir gjöra er fært til versta vegar. Að- ur langt um líður fæðist fyrsta skammagreinin og henni er fljótlega svarað fullum hálsi. Svo er svikamyllan komin á. Eftir nokkur ár er ritstjórinn, sem í fyrstu var sanngjarn og góður drengur, orðinn einsýnn málafærslumaður flokksins, sannfærður af öllu hjarta um ágæti og vísdóm sinna liða en flónsku og fólsku hinna. Það þarf nú ekki framar að hugsa um föðurlandið og þess málef.ii, því þeim er fyrst borgið ef flokknum er borgið. Flokkurinn og hans gengi er hið eina áríðandi mál, og þó eitthvað kynni að reynast misráðið hjá honum, þá er það alt afsakanlegt, og engin ástæða til að viðurkenna það opinberlega. Ef andstæðingarnir fetta fingur út í yfirsjónina, þá er sem sjátfsagt að berja alt þeirra bull niður. Ekki færi betur, ef þeir næðu yfirhöndinni! Þegar nokkur ár eru liðin er ritstjórinn orðinn hversdags-flokksrit- stjóri. Hann lítur aldrei í neina bók það teljandi sé, því hann hefir sjaldan tíma til þess. Þegar best lætur er flett upp í einhverri alfræðisorðabók og þingtíðindunum. Sjálfur fær hann enga reynslu í atvinnuvegum og landsmálum, því bann lifir innan húss mesta æfi, en á þorpsgötunni hinn hlutann. Á kunningjunum er lítið að græða. Þeir eru sjaldnast miklu fróðari, og auk þess vill alt samtal enda í ílokksmálunum og því að veiða sálir handa ílokknum. Á endanum verðurhugs- un og beili þessara manna eins og tún sem aldrei er borið á, og blæs að lokum upp í mel. Moldin rýkur úr uppblásnnm börðum í augu manna, ef nokkuð hvessir, en upp úr úr jarðvegnum kemur ekki stingandi strá . . . Guðmundvr Hannesson. (kðmundur Magnússon söguskáld. í surnar var eg manni samferða góða dagstund, og hann gat eigi um annað talað en skáldsögur „Jóns Trausta“. Maðurinn var góður og gildur bóndi hér austanfjalls. Þektumst við lítt áðnr, Viidi eg fræðast um bygðina, því að

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.