Nýtt kirkjublað - 01.11.1911, Blaðsíða 12

Nýtt kirkjublað - 01.11.1911, Blaðsíða 12
252 NÝTT KIRKJUBLAÐ siglingin. Þá sigldi skip inn Eyjafjörð. Strax er brugðið við. Farið sjóveg í kaupstaðinn. Solveig er í bátnum. Hún fær sér lúr og fer að andvarpa í svefninum, og svo kallar hún upp: „Æ, þetta er þá ólukkans Flandrari“. Reyndist það satt. Hin sagan gerist á Fyjadalsá. Solveig las dönsku, og hafði hún spurt það að til væri á einhverjum bæ í dalnum dönsk bók um Dyveke og langaði hana mikið til að lesa bók- ina, — og geta menn skilið það, eftir því sem á dagana hafði drifið fyrir sjálfri henni. Nokkrum sinnum hafði Solveig beð- ið síra Halldór að ná í bókina, en það jafnan gleymst, og var hún hætt að tala um það. En sanit verður nú af því að síi-a Halldór ininnist þessa í einhverri sóknarferð og kemur heim með bókina í vasanum. Solveig er þá í svefni. Ekki getur síra Halldór þess að hann hafi bókina, en þegar hann er kominn i baðstofuna og heilsar, þá ókyrrist Solveig í svefn- inum, og segir með svo mikilli gleði í raustinni: „Nei, ertu þá komin! Og svo fer hún að þylja dönsku upp úr sér, með sínum íslenska framburði. Síra Halldór skilur að það muni vera eitthvað úr Dyveke-sögunni, og tekur kverið úr vasa sinum og finnur staðinn sem Solveig er að fara með. Hún les þar með aftur augun í fasta svefni kafla úr bókinni. Um það ber okkur öllum saman, að svona heyrðum við frá sagt, og ekki hafði Solveig áður séð þessa bók eða heyrt farið með úr henni. Og það var þessi þráða bók, sem hún ávarpar með orð- unum : „Nei, ertu þá komin ! Þ. B. „Enn syrgja Kjartan íslands meyjar“. Enn elur Fjall- kona vor ágæta drengi og dætur — ogsérþeim ungum á bak! Af hinu látlausa en snotra minningarriti, sem náungar Krist- jáns læknis frá Ármóti hafa gefið út, má svo mikið sjá og segja, að sá er varla góður Islendingur, ef ekki hitnar honum um hjartarætur við það eftirmæli. Þegar þeir ungu menn Kristján Jónsson og séra Frið- rik, sonur gamla Grundtvigs, bundust félagsskap á Atlantshafi,

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.