Nýtt kirkjublað - 01.11.1911, Blaðsíða 13

Nýtt kirkjublað - 01.11.1911, Blaðsíða 13
NÝTT KIEKJTJBLA© 25B að þeir skyldu nema land saman vestur á sléttuflæmum Am- eríku til þess að vinna mannkyninu gagn með góðri fram- göngu, þá snart hinn helgi andi tímans þessa tvo yngstu niðja hinna fornu víkingaþjóða Norðurlanda. Og báðir efndu það er þeir hétu. Það er nálega frá dæmum hvað mikið álit og ástsæld hinn umkomulitli ungi læknir gat áunnið sér hjá þeim fjarlæga þjóðblendingi, sem bann starfaðí hjá, eða hve harmdauði hann kvaddi hina ungu borg Clinton og nærliggjandi landsálfur. Þó skiljum vér það vel, þegar vér lesum hinar merkilegu eftir- mælagreinir þarlendra manna eftir hann. Þær sýna og sanna best hver stakur ágætismaður Kristján læknir hefir verið, bæði að dugnaði, vitsnnmum og valmensku — og mest að val- mensku, Hið sama sjáum vér at erfðaskrá hans, af rækt hans og rausn við fósturjörð sína, og eins af öllum öðrum gjöfum hans og ráðstöfunum. Jafnvel hin hóflega upphæð, er hann ætlaði fyrir minnismark á gröf sinni vottar hið sama, því þar hefir hann ekki einungis fylgt lensku þarlendra heldri manna, heldur hefir liann viljað að sitt íslenska nafn skyldi sjást og lesið verða, þegar stundir liðu, og væri þá hann eða ættjörð hans ekki með öllu úr sögunni — á meðan. Andlát hans hefir orðið ástvinum hans ógleymanlega hugðnæmt — hið fegursta og eðlilegasta andlát frjálsborins og vel kristins mannvinar. — „Meðan þú átt, þjóðin fróða, þvílík mannablóm, áttu sigur, gull og gróða, guð og kristindóm“! M. J. Niðurlagning og samsteypa kirkna. Út af íréttum í N. Kbl. um fýrirhugaða kirknasameiningu í Grimsnesinu ritar gamall Grímsnesingur, sem lengi hefir þó eigi átt þar heima, á þessa leið: „Mikið þykir mér leiðinlegt kirkjubrotið í Cfrímsnesinu. Að hugsa sér að nútíðarkynslóðin skuli vera að rífa niður og umturna verkum feðra sinna! Eg man þá er eg var barn, hve mjög menn gáíu til Búríellskirkju marga fallega og vandaða gripi, gáfu þá með ánægju og ljúfu geði, hve innilega þeir hlúðu að kirkju sinni

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.