Nýtt kirkjublað - 01.11.1913, Blaðsíða 14

Nýtt kirkjublað - 01.11.1913, Blaðsíða 14
tftTT ÉIRKJUBLAÍ) ÖB4 einhverju umþokað til þess að lífshugsjónir hans fái betur að njóta sín manna á meðal. Þegar þetta er kosið og viljað. þá er með því fenginn prófsteinn fyrir því, hvort kristindóm- urinn er sannur eða ekki. Viðleitnin að koma hugsjóninni í framkvæmd verður drjúgust til að sanna oss gildi hugsjónar- innar, og þegar vér höfum oss alla við að koma hugsjóninni í verk, þá kennum vér þar persónuskyldleikans og hins inni- lega sambands milli Guðs og manna, sem Guðs börn fá að reyna, og að því skapi sem vér reynum að láta sambandið þróast með oss, verður það og vex að fullum virkileika. Vér gefumst Guði skilmálalaust á vald, alt er með honum sólgið og fólgið; og viðleitni vor er stöðug og óþreytandi að sú upp- gjöf nái til alls, að sambandið verði algert, og þá er lífið fengið, sem vex eilífum vexti, og þá er þekkingin fengin, sem vex eilífum vexti, þekkingin á sannleik lífsins, því að lífið er ljós mannanna Ur heimspeki Euckens nefnum vér loks tvær megin- ályktanir. Kristindómurinn er annað og meira en það eitt að vera læknisdómur við syndum mannkynsins; hann er upp- spretta lífs með sigrihrósandi aíli og ævarandi framsókn, Kristindómurinn er ekki aðeins meira en það að vera kenning; kenning kristindómsins hvílir á lífinu, en lífið ekki á kenningunni. linn almonni meniaskóli. Settur er þar rektor þetta skólaárið yfirkennari Geir Zoega. Óhætt mun að segja að ekki sé það til frambúðar. Geir hefir alls ekki látið til sín taka um stjórn skólans, und- anfarið, og er þvi starfi fráhverfur; er hann allur í orðabók- um sínum, og hefir með því starfi unnið hið gagnlegasta verk, sér og Iandinu til sóma. Hitt mun víst, að til hoða hefir honum staðið skólameistarastaðan. Helst mun nú vera í loftinu, skilst mér, því ekki er það vitað, að skólameistarinn á Akureyri eigi við að taka Reykja- . víkurskólanum næsta haust. Hefir Stefán stórmargt í það

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.