Nýtt kirkjublað - 01.11.1913, Blaðsíða 15

Nýtt kirkjublað - 01.11.1913, Blaðsíða 15
nýtt kirkjublað Ö55 að stjórna skóla, fjör og lipurð, og fagra burði. Og unnið hefir hann með Iijaltalín enska. En alls eigi var til hans hugsað með óskinni peirri, hér í blaðinu, að fá nýjan mann nieð ungum kröftum til að taka við skólanum. Og Stefán skólameistari erhelst til fullorðinn að færast um set. Og sjálf- ur mun hann þess ekki fýsandi. Þetta blessaða mannleysi hjá okkur! Og þó er altaf verið að skjalla okkur Islendinga — það gera gáfumennirnir hjá sjálfum okkur — fyrir yfirburðagáfur! Er meinið frá Hafnarháskóla? Þaðan rétt allir okkar skólamenn komnir. Grundtvigsandinn hefir aldrei notið sín við Hafnarháskóla. Og enska skólahugsjónin — og aðferðin — svo lítið náð sér niðri hér. Það er lastlaust um kennara þótt um þá sé mælt, að þeir eigi ekki í það að taka að sér harla vandasama stjórn stórs skóla, sem allskonar órækt er í komin. Þeir geta verið að mörgu bestu kennarar, fróðir og fræðandi og skyldurækn- ir, og enda gæddir sjón þess — hvort sem eftir tekst að lifa — að unglingssálin er meira en moðbelgur til ítroðnings; en upp'Iag brestur og orku, innra og ytra, til persónuáhrif- anna, sem ungir menn vilja taka og geta búið að. En það orð hefi eg fengið i eyra frá ýmsum, að þó að kæmi „ungur og nýr“ kraftur og mikill og góður, að stjórna mentaskólanum okkar, muni hann engu fá áorkað; meinsemd- in sé of gömul og of djúp. Væri nú svo — eg þori hvorki að játa því né neita — mundi best að hætta við skólahald hér í bæ. Þess mun nú eigi kostur og heimavistir verða vart heldur teknar upp. Verður að búa við það sem er og reyna að bæta sem má. Mjög vondum agnúa var þó bætt úr með nýju reglugjörðinni, er skólinn fékk aukna sjálfstjórn. Það skyldi þá vera að kennarafundir yrðu skólameistara of- ríkir, Iögum eða venjum samkvæmt, og væri það illa farið. Umbótavonin langmest bundin við persónu rektors, og ]>vi þarf svo vel að vanda til hans. Hann verður að vera sem einvaldur; en landstjórnarinnar um það að dæma, hvort hann nýtist til verksins, og reka hann frá að öðrum kosti. Það var óskaplegt ástand hér áður fyr, enda til stórspilling- ar, er málskot var frá rektor og kennarafundi til stiftsyfir- valdanna, þaðan til landshöfðingja, og svo þaðan til ráðgjafa

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.