Nýtt kirkjublað - 01.08.1914, Blaðsíða 6

Nýtt kirkjublað - 01.08.1914, Blaðsíða 6
174 NÝTT KTRKJUBLAÐ hann lika náðugur og miskunnsamur faðir. Það atriðið i föðurtrú Jesú, hinn fyrirgcfandi kœrleikur guðs, kemur einnig oft og berlega fram í orðum hans. Jesús er þess full- viss, að útbreiddur föðurfaðmur og hjarta, sem jjegar hafi fyrirgefið, bíði eftir hverjum þeim villuráfandi og föllnum manni, sem angurvær og iðrandi snýr sér til guðs. Með full- um rétti bafa menn heimfært sögurnar um glataða soninn, tapaða sauðinn og týnda peninginn (Lúk. 15) upp á guð og skoðað þær sem lýsingu á guðshugmynd Jesú, þótt á undan sögum þessum í Lúk. (aðeins sagan um tapaða sauðinn er lika i Matt. 18, 12 n.) séu inngangsorð, er benda til þess, að sögurnar séu lýsing á Jesú og framkomu hans og hugarfari gagnvart hinum bersyndugu. Þau inngangsorð stafa eflaust frá Lúkasi. Sögurnar tvær tala um gleði á himni og gleði hjá engl- um guðs yfir hverjum einstaklingi, er iðrun gjörir, en 3ðja sag- an um föðurinn og bræðurna tvo lýsir átakanlegast kærleiks- afstöðu guðs til barna sinna. Yfirleitt stefna allar þessar þrjár indælu dæmisögur ótvírætt að því, að koma oss i skilning um, hve mikiisverð hver einasta mannssál sé, hve dýrmætur hver einstaklingur í guðs augum, og hve fús hann sé á að fyrirgefa hverju brotlegu barni sinu, sem leitar til hans sem föður sins. Prédikun Jesú er þannig þrungin af þeirri hugsun, að öll afskifti guðs af mönnunum sé opinberun föðurlegrar elsku. En þetta má ekki taka svo, sem Jesús kenni ekki jafn- framt, að guð sé heilagur og réttlátur. Hann er heilagur og réttlátur faðir, jafnframt þvi að hann er gjafarinn mikli og fyrirgefandi náð. Mönnum má aldrei gleymast, að Jesús heíir ávalt krafist þess, að mennirnir uppfyltu vilja guðs. Allir kunnum vér orðin: „Ekki mun hver sá, er við mig segir: Herra, herra, ganga inn í himnaríki, heldur sá, er gjörir vilja föður míns, sem er í himnunum“ (Matt. 7, 21; Lúk. G, 46). Lík eru orðin, er hann sagði við konuna, sem taldi kvið þann sælan er bar hann, og þau brjóst, er hann mylkti: „Já, en sælir eru þeir, sem heyra guðsorð og varðveita það“ (Lúk. 11, 28). Ennfremur svarið, er hann gaf, þegar hann var mintur á, að móðir hans og bræður væru úti og spyrðu um hann: „Sjá, héy er móðir rnjn og bræður mínir! Því að

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.