Nýtt kirkjublað - 01.08.1914, Side 10
178
NÝTT KIRKJUBLAÐ
að talaS sé um aS verða guðs börn. En enginn þurfi að
verða það, sem hann þegar sé.
Staðirnir, sem hér er uni að ræða, eru aðallega þrír.
Staðurinn í Fjallræðunni Matt. 5, 45: „til þess að þer sénð
synir föður yðar, sem er á himnum“. Annar staðurinn í Lúk.
6, 35: „Og þér munuð verða synir hins hæsta“. Og staður-
inn Jóh. 1, 12: „En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf
hann rétt til að verða Guðs börn“.
Betur athugað ósanna þessi ummæli, og önnur þeim lík,
ekki það, að guð sé eftir kenningu Jesú t'aðir allra.
Þvi fyrst er þess að gæta, að hér er ekkert sagt um það,
að guð sé ekki faðir, heldur verði faðir. Ummælin andæfa
því alls ekki, að eins og guð sé og ávalt hafi verið fullkom-
inn, eins sé hann og hafi ávalt verið faðir. Þau mótmæla því
ekki, að guð samsvari ávalt hugsjón sinni, að vera það, sem
Jesús kendi oss, að væri insta eðli hans: kærleiksríkur faðir.
Það sem i orðunum felst er, að mennirnir samsvari ekki
alt af hugsjón sinni, séu ekki ávalt það sem þeir eiga og
mega vcra. Þau benda til þess auðsæja sannleika, að fað-
erni guðs felur í sér afstöðu til siðferðilegra persónuleika, og
getur alls ekki notið sín gagnvart öðrum en þeim, er veita
föðurkærleika guðs viðtöku.
I dæmisögunni um glataða soninn kemur þetta vel fram.
Guð er faðir beggja sonanna, einnig yngra sonarins meðan
hann er í fjarlæga landinu. En hinni sönnu, hinni siðferði-
legu sonarafstöðu hefir sonurinn þá glatað. Hann finnur til
þess sjálfur, er hann segir: „eg er ekla framar verður að
heita sonur þinn“ (Lúk. 15, 19). Hann hafði fyrirgjört son-
arréttindum sínum, með því að fjarlægjast vilja guðs og eðli
hans. En föðurþel guðs var óbreytt, eins og kom fram óðara
en sonurinn aftur nálgaðist hann.
Guðsbarn má því nota í tvennskonar merkingu. Bæði
í þeirri merkingu, að manneðlið sem gætt guðseðli er guð-
legrar ættar og föðurfaðmur guðs stendur öllum opinn. En
einnig í dýpri merkingu, þeirri, að vera farinn að hagnýta
sér guðsbarnaréttindi sín, verða sannur sonur hins hæsta með
því að líkjast eðli hans, lifa í sonarafstöðu til hans, lifa sem
guðsbarni ber.
Af því að heimildir vorar nota orðið í þessari dýpri, and-