Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1947, Síða 10

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1947, Síða 10
Iðnaðarritið 1.- 2. XX. 1947 Vinnuveitendafélag íslands verður Vinnuveitendasamband Islands Fyrir atbeina lH'élags ísl. iðnrekenda, sem um langt skeið hefur verið stærsta félagsdeild Vinnuveitendafélags íslands, og hefur innan sinna vébanda svo umfangsmikinn atvinnu- rekstur, að það fer með u. þ. b. fimmta hlutann af atkvæðamagni V.Í., var nýlega gerð breyting á fyrirkomulagi Vinnuveitendafélagsins, í þá ált, að það verði í framtíðinni samband fé- lagsheilda, en liingað til hafa einstaklingar getað orðið beinir félagsmenn jafnliliða deild- um. Jafnframt er stjórn Vinnuveitendafélagsins ætlað að breyta nefni þess í „Vinnuveitenda- samband íslands“, þegar hún telur að lekizl hafi að tryggja það að nafnbreytingin verði eigi til þess að draga úr réttindum félagsins samkvæmt löggjöf landsins, enda ber henni að starfa að því að svo megi verða sem fyrst. Margir af einstaklingum þeim, sem eru beinir félagsmenn í V.Í., eru i sérgreinafé- lagi sinnar starfsgreinar, t. d. í meistarafélagi eða útgerðarmannafélagi. Iíinsvegar er mjög fátt af sérgreinafélögum í V.í. Flest eru sér- greinafélögin utan samtakanna. Eftir hinu nýja fyrirkomulagi er félögum þeim sem ganga inn sem deild i V.Í., veilt mikið hag- ræði með lægri iðgjöldum fyrir hvern ein- stakling, ef félagið hefur sérstaka starfandi skrifstofu, auk þess sem ætlasl er til að ein- göngu stærstu atvinnufyrirtæki geti gengið í samtökin sem beinn aðili. Smærri vinnuveit- endur, sem ganga í V.í. en tilheyra ekki neinu sérgreina- eða héraðafélagi, mynda sér- slaka deild, innan V.Í., er neínist „Almenna deildin". Hefur hún sína stjórn og' kemur fram sem sjálfstæð deild á borð við sér- greina- eða héraðafélög. Ef einhver þeirra einslaklinga, sem nú eru beinir félagar i V.Í., vill ekki una því að ganga í einhverja deild þess, er þó ekki ætl- ast lil að hann hrekist úr félaginu af þeim sökum. Þess er eindregið vænzt af foryslumönnum Félags íslenzkra iðnrekenda og öðrum, er breytingu þessa hafa stutt, að hún verði til þess að atvinnurekendafélög, sem hingað til hafa staðið utan samtakanna, gerist nú að- ilar að þeim. Deildaskiptingin er tekin eftir fyrirmynd- um frá binum Norðurlöndunum, eihkum Sví- þjóð, en þar eru engir einstaklingar beinir félagsmenn, heldur eru þeir i einhverri deild allsherjarsambandsins. F.Í.I. lagði rika áherzlu á ]>að, að þessar breytingar yrðu gerðar á tilhögun V.Í., til þess að samtökin yrðu víðtækari og jafnhliða öflugri. Var miklu starfi varið til þess s.l. vor, að undirbúa breytingartillögurnar, og lét nefnd frá F.Í.I., sem fjallaði um málið við framkvæmdanefnd V.Í., þýða á íslenzku lög Viimuveitendasambandanna á Norður- löndum, Noregi, Danmörku og Svíþjóð, til þess að luifa lil hliðsjónar við verkið. Nefnd þessa skipuðu: Kristján G. Gíslason, H. J. Hólmjárn, Hjálmar Þorsteinsson, Sigfús Bjarnason og Guðm. J. Breiðfjörð, en Páll S. 2

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.