Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1947, Side 3

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1947, Side 3
ái Iðnaðarritið LANDSSAMBAND IÐNAÐARMANNA OG FÉLAG ÍSLENZKRA IÐNREKENDA Iðnaðurinn og Síðustu áratugi liefur iðnaður á Islandi ]n-ó- azt og eflzl mikið þrátt fyrir margskonar erf- iðleika. Á striðsárunum sást bezt gildi lians fyrir liina atvinnuvegi þjóðarinnar. Árið sem leið bvrjaði fjórði liver drengur af viðkomu þjóðarinnar iðnaðarnám. Nú stunda það 1800 unglingar í landinu. Á 18 mánuðum fyrir lýð- veldistökuna voru stofnuð um 70 ný iðnfyrir- tæki og eftir liana til ársloka 1945, 87 fyrir- tæki. Siðan liafa mjög mörg bætzt við og ráða- gerðir eru um mörg fleiri. Nýsköpunin legg- ur að vísu megin áherzlu á eflingu sjávarút- vegsins. En augu ráðamannanna hljóta að opnast fyrir því, að hann getur ekki þróazt án iðnaðar í landinu. Enda er svo komið, að finnnti liluti allra starfandi íslendinga og þriðji hver vinnandi maður í Reykjavik fram- kvæmir einhverskonar iðnaðarstörf og leggur fjölskyldu sinni, ríki og bæ til kaupið. Þrátt fyrir þennan gang málanna liafa stjórn- arvöld þjóðarinnar sáralitið hugsað um að skipuleggja iðnaðinn, sjá honum fyrir efui- vörum og ódýru fjármagni. Hann liefur hing- að til verið lálinn sitja á hakanum og alltof margir leggja stein í götu hans. Enda er nú svo koniið að ýms verkstæði hafa orðið að draga stórlega úr störfum sínum sökum efn- isskorts og margar verksmiðjur i Revkjavik eru að Ivætta störfum af sömu ástæðum. Þrátt fyrir góðan vilja iðnaðar- og viðskipta- málaráðherra á stuðningi við iðnaðinn, hefur svo mikil tregða verið á leyfisveitingum Við- skiptaráðs og yfirfærslum Landsbankans und- anfarið, að til stórvandræða horfir. Enda virð- ist það staðfest, sem liingað iil hefur verið dregið í efa, að öllum innistæðum erlendis frá stríðsárunum sé ráðstafað, og fullkomin óvissa stjórnarvöldin ríkir um það Iive mikinn gjaldeyri við fáum á þessu ári fyrir aðal útflutningsvörurnar og livenær. Gífurleg misnotkun gjaldeyrisins síðastliðið ár er nú að koma í ljós. Allskonar glys- og lúxusvörur hafa streymt og streyma enn inn i landið, þó ekki- hafi fengizt leyfi til að flytja inn nauðsynlegar efnivörur. Svo virðist scm Viðskiptaráð hafi t. d., ósköp hljóðlega, ráð- stafað síðustu gjaldeyrisfúlgu þjóðarinnar, 1% miljón króna, fyrir þurkaðar rúsínur. Á sama tíma liafa starfandi menn við fjölda iðnfyrir- tækja orðið að eyða tíma sinum árangurs- laust, dag eftir dag, í biðröðum við dyr við- skiptaráðsmanna. Margskonar klækjabrögð verzlunarfyrirtækja um innflutning og greiðslu á lúxusvörum eru nú að koma í ljós. Er ýmist fram hjá þeim litið eða á þeim tekið með hinum inesta aum- ingjaskap. Verður að treysta þvi að hin nýje rikisstjórn taki gjaldeyrismálin föstum tökum og láti ekki sviksemi og undanbrögð i viðskipta- lífinu afskiptalaus. Öflun gjaldeyrisins er þýð- ingarmikil, en engu vandaminna er að spara liann og nota til gagnlegra framkvæmda. Af mörgum er það talin fásinna ein, að framleiða hér vörur til notkunar innanlands úr erlendum efnum. Við það sparast þó mikill gjaldeyrir og ýms gagnleg öfl þjóðarinnar nýtast. Allt þetta verða stjórnarvöld landsins að hugleiða hetur en áður og taka tillit til við ráðstafanir sínar. En fyrst og fremst verður iðnaðurinn sjálfur, sem einn af 3 aðalatvinnuvegum þjóðarinnar að hefja gildi sitt, finna mátt sinn og taka þátt í stjórn þjóðfélagsins í samræmi við þroska sinn og vaxtargildi. S. J. 49

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.