Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1947, Blaðsíða 32

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1947, Blaðsíða 32
Iðnaðarritið 5.-6. XX. 1947 Utanfararstyrkur járniðnaðarmanna Minningarsjóður Bjarna Þor&teinssonar og Markúsar ívarssonar. Þann 28. apríl 1939, á afmælisdegi Bjarna heitins Þorsteinssonar vélfræðings, var stofn- aður sjóður til minningar um hann, af minn- ingargjöfum frá vinum og vandamönnum, að upphæð kr. 5.925,00. Eftir andlát félaga lians og meðeiganda í Vélsmiðjunni Héðinn, Mark- úsar ívarssonar vélstjóra, lagði ekkja Markús- ar, frú Kristin Andrésdóttir, 30.000,00 kr. í sjóðinn og var svo nafni sjóðsins breytt i septemher 1943, og nöfn beggja félaganna tek- ið upp í heiti hans, eins og sést á fyrirsögninni hér að ofan. Skipulagsskrá sjóðsins fékk stað- festingu ríkisstjóra 16. júlí 1942, og er hún þannig: SKIPULAGSSKRÁ fyrir Minningarsjóð Bjarna Þorsteinssonar og Markúsar ívarssonar. 1. gr. Sjóðurinn lieitir Minningarsjóður lijarna Þor- steinssonar og Markúsar ívarssonar, og er stofnaður með frjálsum samskotum af vinum þeirra, sam- kvæmt sérstöku stofnskjali. 2. gr. Stofnfé sjóðsins er kr. 5.925,00, og skal ávaxta sjóðinn á þann liátt, sem stjórn lians telur full tryggilegan. Markmið sjóðsins er að styrkja starfandi iðnaðar- menn i járniðnaði til utanfarar, i þeim tilgangi að afla sér frekari menntunar í iðn si:ini. 4. gr. Höfuðstól sjóðsins má aldrei skerða. Þegar sjóð- urinn er orðinn kr. 10.000,00 má verja allt að % hlutum af vöxtum lians, enda leggist umfram vextir og aðrar tekjur sjóðsins við höfuðstólinn. 5. gr. Þeir ganga fyrir með styrk úr sjóðnum, sem lengst hafa starfað í iðn sinni, enda fylgi hverri umsókn meðmæli frá húsbændum umsækjanda, með rök- stuðningi um gagnsemi utanfararinnar, og yfirlýs- ingu um að ferðin sé fjárhagslega tryggð, að feng- inni styrkveitingu. (i. gr. Reikningsár sjóðsins er almanaksárið. Fyrir lok janúarmánaðar ár hvert skal stjórnin hafa samið reikning hans fyrir síðastliðið ár, og skal reikning- urinn síðan endurskoðaður af löggiltum endurskoð- anda, er sjóðsstjórnin nefnir til þess, til þriggja ára í senn. Að lokinni endurskoðun skal birta reikninginn i Stjórnartíðindum. 7. gr. Sjóðurinn veitir viðtöku gjöfum og áheitum. 8. gr. Stjórn sjóðsins er jjannig ski])uð: Meistarafélag járniðnaðarmanna í Reykjavík kýs einn mann, skólanefnd Iðnskólans i Reykjavík lcýs einn og atvinnumálaráðherra skal beðinn að ski])a einn mann. Skulu þeir allir kosnir til þriggja ára, frá 28. apríl að telja. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. Ef félags- skapur meistara í járniðnaði eða skólanefnd Iðn- skólans verða lögð niður, skal fela atvinnumála- rúðuneytinu að tilnefna mann eða menn í stjórn sjóðsins, svo að hún verði fullskipuð. 9. gr. Sjóðurinn tekur þeg'ar til starfa. Eins og sést á Skipulagsskránni, þá er lil- gangur sjóðsins sá, að styrkja járniðnaðarmenn til framhaldsnáms erlendis, og er þvi þess að vænla, að þeir að minnsta kosti minnist sjóðs- ins, og heiti á hann ef þeir eru í vanda staddir, og kaupi minningarspjöld lians vegna látinna vina og vandamanna. Minningarspjöldin fást i Vélsmiðjunni Héðni. í stjórnarnefnd sjóðsins eru nú Benedikt Gröndal, Asgeir Þorsteinsson og Ilelgi H. Eiríksson. 70

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.