Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1947, Blaðsíða 12

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1947, Blaðsíða 12
Iðnaðarritið 5.-6. XX. 1947 VERKSMIÐJ UR í F J Ö L L U M Ameríska tímaritið The Readers Digest, nóvemberlieftið 1946, birtir grein úr W,asbing- ton Post undir nafninu „Cavemen 1946 Model“, og birtist greinin bér í lauslegri þýðingu: „Sænsk iðjuver með þúsundir starfsmanna eru horfin niður i jörðina. Þegar hætta þótti a þýzkri loftárás, voru þau grafin inn í fjöllin. Þótt undarlegt megi virðast haí'a menn kom- izt að raun um að þessi byggingargerð liefur ýmsa kosti að bjóða. Margir sænskir iðnrek- endur bafa fullyrt í viðtali við mig, að þeim fyndist vel athugandi að grafa allar nýjar verksmiðjur inn í fjöll, eingöngu af því að j)að væri hagkvæmara. Viðlialdskostnaður verður hverfandi ekki þarf að mála útveggi, ekki að gera við þök, ekki að hreinsa eða gera við glugga. Enga upphitun þarf nema allra köldustu vetrardag- ana. „Kostnaður við fjallgröftinn varð hjá okkar verksmiðju 15% hærri en byggingárkostnaður samskonar húss,“ sagði forstjóri einnar verk- smiðjunnar. En vegna þess hve upphitun og viðhald kostar lílið, verður hellisbyggingin eftir 30 ár orðin 10% ódýrari en hin. Ég heimsótti „fjallaverksmiðju“ Bolinder Munktells hjá Eskilstuna. Þar vinna um 3000 manns og eru J>ar framleiddar landbúnaðarvél- ar, diesel- og liráolíuvélar, flugvélamótorar, tré- smíðavélar og allskyns vélar til framleiðslu handverkfæra. Við stigum úr bifreiðinni hjá sakleysisleg- um, sænskum bóndabæ við rætur fjallshlíðar. En þegar húsveggurinn opnaðist eins og vængjahurð, blasti við gangur, rúmgóður fyr- ir stærstu flutningabíla með fullfermi. Gang- urinn myndar hvasst vinkilhorn, og á það hæði að draga úr þrýstingi frá loftsprengjum við innganginn, og til þess að hægra sé að verja inngönguna. Tvöfaldar, massivar, gasþéttar stálhurðir veita ennfremur vernd. Grafiö í fjalliö. Ég liélt að ég sæi ofsjónir jjegar komið var inn í sjálfa vinnusalina. Við vissmn, að fyrir ofan okkur var 12—15 metra þykkt lag af granít, en framundan blöstu við víðáttumiklir salir, sumir bverjir á lengd við lieilt bæjar- Iiverfi, djúpt inni í hjarta fjallsins. Salirnir voru þéttskipaðir fólki er stóð við vélarnar, og undir loftinu runnu flulningskranar fram og aftur. í hliðarsal einum voru flugvélamót- orar reyndir, en allar þær vítisdrunur, sem því fvlgja, iirðu að daufu hvísli vegna hljóðdeyf- andi veggja og lofts. Fjallið var sprengt og öllu komið fyrir á skemmra en tveimur árum. Vatnssig er ekk- ert, og fjallið er vel þétt. Nýtizku loftræsting- ártæki sjá fvrir gnægð af tæru lofti við reglu- bundið hitastig (20° C) og raka (50—60%). Loftleiðslunum tveimur má loka með einu handtaki, ef nauðsyn krefur. Fólkið getur ]>ol- að við 24 tíma, án þess að nýju lofti sé hleypt inn. Éf eldur brýst út, er bægt að koma fólkinu hurt á nokkrum mínútum og loka siðan fyrir öll op. Kafnar eldurinn j>á á 5—8 mínútum,. að sögn eins fagmannsins.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.