Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Síða 5

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Síða 5
Iðnaðarritið 9. - 10. XX. 1947 varp til laga um atvinnubætur og atvinnujöfn- un, frumvarp til laga um frumgerðarvernd, frum- varp til laga um rannsóknir í þarfir atvinnu- veganna, frumvarp til laga um greiðslur fyrir iðn aðarvinnu, frumvarp til laga um einkasölu á efni- vörum o. fl. Eins og menn sjá af þessari upptalningu er hér um mjög svo viðtæk og veigamikil mál að ræða, og þótt ekki hafi nema sum af þeim komizt til framkvæmda, þá þori ég hiklaust að halda því fram, að afskipti Landssambandsins af þeim hafi verið mikilsverð fyrir hag iðnaðarmanna, svo að ef engin slík stofnun hefði verið til, hefði margt ver farið en fór. En undir þennan lið má einnig færa samning og framkvæmd reglugerðar um iðnaðarnám, og þar með ákvörðun um nýjar iðngreinar, reglugerð um kosningu og starfs- svið iðnráða, iðgjaldaskrá Brunabótafélags Is- lands, námsskrá fyrir iðnskóla, reglur um báta- smíði og allan þann sæg af iðnréttindamálum, sem Sambandið hefur orðið að fjalla um. Af kreppuástæðum, styrjaldarástæðum og ýmsum öðrum orsökum hefur Sambandið sjálft ekki getað komið á fót iðnsýningum ennþá, en sýningar og sölumál eru fastir liðir á dagskrá þess, og það hefur undarfarið haft fasta milli- þingnefnd í þessum málum, við hlið stjórnar Sambandsins. Af öðrum málum, sem iðnþingin og Sambandsstjórn hafa fjallað um á þessu sviði má nefna ályktanir og reglur um sölu iðnaðar- framleiðslu, sölusamninga, spjaldskrá yfir alla iðnaðarmenn á landinu og fjölþætta athugun á fjármálum og afkomu iðnaðarins. Útgáfustarfsemi Sambandsins hefur hingað til verið takmörkuð við Tímarit iðnaðarmanna, nú Iðnaðarritið, en þó hefur sambandsstjórnin haft með höndum undirbúning að útgáfu hand- bóka, og hafði ráðið menn til að rita sumar og fastan starfsmann til þess að undirbúa aðrar. Handrit hefur hún þó engin fengið ennþá. Aftur á móti hafa á vegum Sambandsins verið skrifað- ar margar blaða- og tímaritsgreinar um iðnað- armál, ritgerðir o. fl. Einnig hafa verið flutt er- indi og ræður, bæði í útvarp og á fundum, til- nefndir menn í opinberar milliþinganefndir og opinberar stöður og haldinn fundur með alþingis- mönnum og öðrum áhrifamönnum í þjóðfélaginu. Um síðasta stefnuskrárliðinn, bætt vinnubrögð og verkþekkingu, er það að segja, að þar hefur styrjöldin leikið okkur grátt. Verkþekkingu hef- ur að vísu farið fram, en vonir standa þó til þess, að þar geti orðið meiri framfarir á næstu árum. En vinnuvöndun og vinnuafköstum hefur hrakað, og að rétta þar við og vinna síðan á, verður eitt stærsta átakið sem iðnaðarstéttin og öll þjóðin þarf að taka á næstunni. En auk þeirra mála, sem ég nú hef nefnt og hægt er að segja að nú hafi verið tekin fyrir í sambandi við stefnuskrá Sambandsins, hafa iðn- þingin og Sambandsstjórnin haft ýmis fleiri mál til meðferðar, sem snerta iðnaðarmenn og hags- muni þeirra mjög. Skal ég þar sem dæmi nefna nýjar starfsgreinar í iðnaði eða ný fyrirtæki í iðngreinum, sem ekki hafa þekkst hér áður, einkum í því skyni að nota innlend hráefni. At- hugun á innlendum hráefnum, athugun á notk- un jarðhita, framleiðsluskýrslur, „standardiser- ingu“ iðnaðarframleiðslu, kröfur um að opin- berir aðilar láti íslenzka iðnaðarmenn fram- kvæma þá iðnaðarvinnu, sem þeir hafa yfir að ráða, viðgerðir skipa, lán til bátabaupa, svo að bátasmíði innlendra skipasmíðastöðva þurfi ekki að stöðvast vegna kaupgetuleysis. Var í sambandi við innlendar skipasmíðar eitt sinn haldinn sérstakur fundur með skipasmiðum af öllu landinu og fulltrúum þings og stjórnar. — Gerðardóm iðnaðarmanna, Iðnminjasafn, byggingar í sveitum, skilgreiningu iðju- og iðn- aðar, meistarapróf, Skúladag, Byggingamálaráð- stefnuna, Innkaupasamband iðnaðarmanna, sveinaskipti við útlönd, Norræna iðnsambandið og Alþjóða iðnsambandið, sem Landssamband iðnaðarmanna hefur verið með i hvorttveggja. Verkefni og viðfangsefni þessa þings verða svipuð og hinna. Á málaskránni er ekki annað nýrra mála, en vinnugæði og vinnuafköst, sem ég tel nauðsynlegt að þingið taki til mjög alvar- legrar athugunar; og nokkrar tillögur um smærri mál, sem stjórn Sambandsins leggur í þetta sinn fyrir þingið auk tillagna um breytingar á lögum Sambandsins. Þeir þingfulltrúar, sem ver- ið hafa á undanförnum þingum, eru því kunnir 99

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.