Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Blaðsíða 14

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Blaðsíða 14
Iðnaðarritið 9.-10. XX. 1947 ákveðin réttindi, enda getur hann Það ekki. Þar sem i 3. gr. er talað um að veita réttindi, mun því vera á misskilningi byggt. Hitt virðist sjálf- sagt, að skólinn láti þeim, sem lokið hafa námi og hæfir teljast, í té burtfararskirteini, og mun það vera það, sem í greininni er nefnt réttindi. 3. Við 4. gr.: 1 frumvörpum milliþinganefndar í skólamálum er gert ráð fyrir að tveggja ára framhaldsnám, mið- skólapróf, veiti aðgang að iðnskólum. og öðrum framhaldsskólum. Virðist rétt að sömu kröfur verði gerðar við þennan skóla þegar í byrjun. 4. Við 6. gr.: Sú fræðigrein, sem smiðir og aðrir iðnaðarmenn reka sig oftast á að þá vanti kunnáttu í, er reikn- ingur, en hann á alls ekki að kenna i skólanum. Kennsla i iðnsögu er hégómi, og vér teljum miklu meiri þörf á að. kenna í skólanum reikning og und- irstöðuatriði efnafræði, sem undirbúning undir nám í efnafræði. 5. Við 7. gr.: Húsasmiðum er ætlað að læra húsasmíði, múrsmíði, rafmagnslagnir, pípulagnir, málningu og veggfóðr- un á 2 árum og samt að vera eins fær í hverri grein og þeir, sem læra í kaupstöðum í 4 ár eina iðn (sbr. 7. lið í greinargerð). Hvað sem því líður, þá vildum vér benda á, að rafmagnslagnir eru svo veigamiklar og varasamar lagnir, að hæpið sé fyrir ríkisvaldið að kenna „fúsk" í því, jafnvel þótt á sveitabýlum sé. Um greinargerðina skulum vér láta nægja að benda á, mótsagnir í 3., 6. og 7. lið, og að það er ekki rétt, að frumvarpið geri ráð fyrir meiri kunnáttukröfum til inn- göngu í skólann en nú er til inngöngu í iðnskóla. Virðingarfyllst f. h. LANDSSAMBANDS IÐNAÐARMANNA Til iðnaðarnefndar efri deildar Alþingis. Þann 29. nóv. s. á. fær stjórn Landssambandsins annað bréf frá iðnaðarnefnd efri deildar Alþingis, svo hljóð- andi: FJÁRVEITINGANEFND ALÞINGIS Hjálagt sendum vér yður frumvarp til laga um iðn- skóla í sveitum, á þingskjali nr. 113, og biðjum vér yður góðfúslega að senda oss umsögn yðar um frum- varpið hið allra bráðasta. Frumvarp þetta var sent yður til umsagnar, er það var til umræðu á síðasta Alþingi, og er umsögn yðar, dags. 7. febr. s.l., birt sem fylgiskjal með frumvarpinu riú, er það er flutt í annað sinn. Hefur flutningsmaður frumvarpsins, og a. m. k. nokkur hluti iðnaðarnefndar, lagt þann skilning í umsögn yðar, að þér teljið þá grundvallarhugmynd, sem frumv. byggist á vera til þess að bæta að veru- legU leyti úr því ástandi, sem ríkir í iðnaðarmálum í sveitum landsins, en grundvallarhugmynd frumv. er sú, aS í stað þess að nemendur læri iðnað í sérstökum iðngreinum á 4 árum, eins og gert er ráð fyrir i iðn- löggjöfinni, verði tekin upp verkleg iðnkennsla, þar sem mönnum séu kenndar fleiri iðngreinar í heimavistar- skólum til fulls á 18 mánuðum. Nái frumv. fram að ganga óbreytt er sjáanlegt, að úr skólunum koma, er fram liða stundir a. m. k. 100 iðnaðarmenn, sem engin líkindi eru til að sveitir landsins geti haft verkefni fyrir og yrði því að leita til annarra staða. Nefndin vill m. a. gjarna heyra álit yðar um það, hvort þér telduð það æskilegt og öruggt að menn með slíkt iðnaðarnám hafi meS höndum stjórn á byggingum fyrir svo milljónum króna skiptir, fyrir þá landshluta, sem hér um ræðir, og hvaða rök þá væri hægt að færa fram fyrir því, að sömu aðilar fengju ekki rétt til þess að standa fyrir samskonar byggingum í kaupstöðum landsins, ef kunnátta þeirra frá slíkum skólum sé þannig, að treysta megi þeim til að standa fyrir og framkvæma byggingar í sveit- um landsins, eins og gert er ráð fyrir i frumvarpinu. /. h. iðnaðarnefndar Alþingis. Gisli Jónsson, formaður. Til Landssambands iðnaðarmanna. Þvi er svo svaraði með eftirfarandi bréfi dags. 7. desember 1946: Bréf háttvirtrar iðnaSarnefndar efri deildar Al- þingis, dags. 29. f. m. viSvíkjandi frumvarpi til iaga um iðnskóla í sveitum, hefur oss borizt og viljum vér í þvi sambandi taka eftirfarandi fram: Eins og greinilega kemur fram í innganginum í bréfi Landssambandsins frá 7. febr. 1946, annari máls- grein, þá telur stjórn Landssambands iðnaðarmanna það vera grundvallarhugmynd umrædds frumvarps, að bæta úr skorti kunnáttumanna til iðnaðarstarfa í sveitum. Stjórn Landssambandsins mótmælir eindregið þeim skilningi, sem kemur fram í' bréfi háttvirtrar nefnd- ar, að grundvallarhugmynd frumvarpsins sé sú, að nemendum séu kenndar fleiri iðngreinar til fulls á 18 mánuðum í stað 4 ára náms, og ef það er túlkun flutningsmanns á grundvallarhugmynd frumvarpsins, þá vill stjórn Landssambandsins mátmæla frumvarp- inu í heild. Meðmæli Landssambandsstjórnarinnar með frum- varpinu frá 7. febr. 1946, byggist á því, aS í stað manna sem ekkert hafa lært, og enga æfingu hafa fengið í iSnaSarstörfum, en taka þó aS sér iSnaðarstörf i 108

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.