Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Side 21

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Side 21
[ðnaðarritið 9. - 10. XX. 1947 á leit, að þér hlutist til um það, að samið verði við hús- gagnasmiði í Reykjavík um framkvæmd þessa verks, annaðhvort eina eða í samvinnu við hina erlendu íbjóð- endur. Erindi þetta er sent í tvíriti, annað eintakið til hæst- virst menntamálaráðherra, en hitt til hæstvirts við- skiptamálaráðherra. Virðingarfyllst f. h. LANDSSAMBANDS IÐNAÐARMANNA Sunnudaginn 20. april, boðar svo stjórn Landssam- bands iðnaðarmanna til fundar í Baðstofunni, stjórnar- meðlimi neðanskráðra féiaga. Meistarafélag járniðnarmanna í Reykjavík, Húsgagnameistarafélags Reykjavíkur, Félags löggiltra rafvirkjameistara, Múrarameistarafélags Reykjavíkur, Félag ísl. rafvirkja, Félag veggfóðrara i Reykjavík, Málarameistarafélag Reykjavikur, Trésmiðafélags Reykjavíkur. og ritstjóra Iðnaðarritsins. Lögð var fram á fundinum svolátandi ályktun: Á fundi í Iðnaðarmannafélagi Hafnarfjarðar 17. apríl s.l. var til umræðu innréttingar og húsgögn í þjóðleik- húsið. Að loknum umræðum var samþykkt með samhljóða atkvæðum eftirfarandi ályktun: Fundur haldinn i Iðnaðarmannafélagi Hafnarfjarðar 17. apríl 1947, mótmælir eindregið þeirri ráðstöfun þjóð- leikhúsnefndar, að húsgögn og innréttingar í þjóðleik- húsið verði unnið af erlendum fagmönnum, þar sem fá- anlegir eru innlendir fagmenn til téðs verks. Þá telur félagið sjálfsagt að gripið verði til róttækra ráðstafana, með samtökum iðnaðarmanna ef gengið verður framhjá innlendum fagmönnum til þessa verks. Hafnarfirði 19. apríl 1947. f. h. IÐNAÐARMANNAFÉLAGS HAFNARFJARÐÁR Guöjón Mngnússon, Þóroddur Hreinsson Fundarmenn voru einhuga um að mótmæla aðgerð- um þjóðleikhúsnefndar í þessu máli og undirrituðu þeir fulltrúar félaganna er á fundinum voru, svolátandi yfir- lýsingu. Við undirritaðir lýsum því hér með yfir, að við mun- um styðja þær aðgerðir, er verða gerðar af iðnaðarsam- tökum til þess að hindra það, að innbúnaður þjóðleik- hússins verði unnin af erlendum mönnum, og munum beita oss fyrir því, að svo verði gert innan þeirra félags- samtaka, sem við erum fulltrúar fyrir. Reykjavík, 20. apríl 1947 Einar Gíslason, Sveinbjörn Jónsson, Jón Þorsteinsson, Benedikt Sveinsson, Gísli Þorleifsson, Guöm. St. Gíslason, Guöjón Magnússon, Siguroddur Magnússon, Jóliann Krist- jánsson, Guöm. H. Guðmundsson, Ölafur Guömundsson, Gísli H. Skúlason. Ennfremur var eftirfarandi tillaga samþykkt: „Fundurinn samþykkir að fela stjórn Landssambans iðnaðarmanna að óska þess við hlutaðeigandi ráðherra, að frestað verði að gera samninga um innbúnað þjóð- leikhússins við aðra en innlenda fagmenn, þar til um- ræðum um þetta mál er lokið innan Sambandsfélaganna, að áliti Landssambandsins." Þá var Sambandsstjórninni falið að semja tillögu er síðan yrði rædd innan hinna ýmsu íélaga, og að því loknu myndi Landssambandið leita til þeirra félaga er stæðu utan þess. Sambandsstjórnin samdi svo tillögu þá sem hér fer á eftir og sendi hana til hlutaðeigandi félagssamtaka: (Nafn félagsins) hefur á fundi þann ........ samþykkt að félagsmenn þess skuli ekki taka að sér eða taka þátt í vinnu við þjóðleikhúsið í Reykjavík, þangað til forráðamenn leik- hússins hafa skuldbundið sig til þess, að láta íslenzka iðnaðarmenn sitja fyrir allri iðnaðarvinnu við leikhúsið, er þeir vilja og geta að sér tekið. Jafnframt felur fund- urinn stjórn félagsins að vinna að þvi að allir ---- (nafn iðnarinnar) hlýti þessari samþykkt, hvort sem þeir eru í félaginu eða ekki. Samþykkt þessi gildir þar til félagsfundur ákveður annað. Þessa tillögu samþykktu svo þau íélög er áttu full- trúa á fundinum 20. apríl. Síðan var talað við iðnsveinadeild Alþýðusambands- ins, og mætti forseti Landssambandsins á fundi með þeim. Undirtektir um stuðning við málið voru góðar, en skjalfest hefur ekkert fengist frá þeim ennþá. 28. Vöxtur Sambandsins. Eitt félag hefur sagt sig úr Sambandinu síðan 8. iðn- þing var háð: Matsveina- og veitingaþjónafélag Islands. Þessi félög sækja nú um upptöku í Sambandið: Trésmiðafélag Hafnarfjarðar, Iðnaðarmannafélag Seyðisfjarðar, Iðnaðarmannafélag Dalvíkur, Félag framreiðslumanna, Iðnaðarmannafélagið á Selfossi. 29. Tekjur Sambandsins árin 1945 og 1946 hafa verið Sambandsgjöldin, kr. 20.00 á hvern sambandsfélaga og 50 þúsund króna framlag úr ríkissjóði. Reykjavík í júní 1947 Helgi H. Eiríksson, Guöm. H. Þorláksson. 115

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.