Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1963, Side 6

Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1963, Side 6
færð út til annarra iðngreina, eftir því sem þurfa þyk- ir.“ Þessari samþykkt fylgdi alllöng greinargerð, þar sem m. a. er rakið að er lög um iðju og iðnað, sem sett voru árið 1927, voru samin, hafi menn gert sér grein fyrir „nauðsyn þess að auka þekkingu iðnaðarmanna í ýms- um greinum, frá því þeir ljúka sveinsprófi og til þess er þeir fá meistararéttindi.“ 1 desember 1958 varð menntamálaráðherra dr. Gylfi Þ. Gíslason við þeim tilmælum, sem felast í ofan- greindri samþykkt um skipun nefndar til að gera til- lögur um meistaraskólamálið. Gerði iðnþingið því, að því sinni, ekki nýjar tillögur í málinu, heldur lýsti á- nægju sinni yfir því spori er stigið hafði verið. Það lýsti og trausti á því, að ráðherra beitti sér fyrir því, að umrædd framhaldskennsla kæmist á fót sem fyrst. 1959 eru enn gerðar ályktanir um meistarapróf á iðnþingi, þar sem segir m. a.: „Þingið telur, að veitingu meistararéttinda í hinum ýmsu iðngreinum eigi að binda skilyrðum um meistara- próf, jafnóðum og þau eru upp tekin í hlutaðeigandi iðn, enda nái þau ákvæði ekki til þeirra, sem lokið hafa sveinsprófi og iðnskólaprófi áður en ákvæðin um meistarapróf tóku gildi.“ Árið 1960 eru samþykktar all ýtarlegar tillögur um framhaldsnám iðnaðarmanna, þar sem m. a. segir: ...: „Þingið telur að til þess að svo megi verða (þ. e. auka almenna tæknifræðslu í landinu) þurfi m. a. að gera ef tirfarandi: „Koma á fót víðtækri fræðslu um tæknileg efni, þar sem iðnaðarmönnum og öðrum gefist færi á að stunda nám í ýmsum tæknigreinum. Telur það (iðnþingið) meistaraskóla við Iðnskólann í Reykjavík geta orðið byrjunarstig slíkrar framhaldsfræðslu og telur brýna þörf á, að framkvæmdir hefjist í málinu hið fyrsta." I apríl 1961 skilaði meistaraprófsnefndin áliti - og skal vikið að því síðar, en á iðnþingi það ár lágu fyrir upplýsingar um undirbúning að meistaraskóla, sem hefja átti göngu sína á skólaárinu 1961-62. Fagnaði iðnþingið því þeim áfanga, sem náðst hafði og gerði samþykkt, þar sem m. a. segir svo: „Iðnþingið fagnar því, að meistaraskólamálinu hef- ur miðað verulega áleiðis með því, að meistaraprófs- nefndin hefur skilað áliti og að væntanlega mun meist- araskóli fyrir múrara og trésmiði taka til starfa á þess- um vetri við Iðnskólann í Reykjavík. - Þingið telur æskilegt, að almennur meisaraskóli gæti í framtíðinni orðið liður í víðtækara iðnfræði- og tækninámi, og bendir á þá nauðsyn, að framhaldsmenntun iðnaðar- manna verði tekin til sérstakrar athugunar á svipaðan hátt og hin almenna iðnfræðsla.“ - (Til skýringar á þessu atriði er það, að í upphafi þingsins skipaði menntamálaráðherra nefnd til að gera tillögur um endurskoðun iðnfræðslunnar í landinu, á breiðum grundvelli, og var nefndinni gert að athuga flest þau atriði, sem iðnþing og Samband Iðnskóla á íslandi höfðu gert tillögur um, næst liðin ár, varðandi almenna iðnfræðslu). Loks má geta þess, að á 24. Iðnþingi 1962 er enn lýst stuðningi við þetta mál og þingið . . . „telur sem áður, að koma þurfi á fót föstum meistaraskóla við Iðnskólann í Reykjavík hið allra fyrsta“. Eins og ég gat um áðan er Iðnþing Islendinga æðsta stofnun Landssambands iðnaðarmanna, en það aftur sameiginlegur vettvangur fyrir hagsmunamál þeirra og framfaramál. - Allar samþykktir iðnþinga eru birtar opinberlega, í blöðum og útvarpi, jafnóðum og þing eru haldin, en auk þess í heild, og lið fyrir lið, í Tímariti iðnaðarmanna, jafnan í næsta tölublaði eftir þingin. Það má hverjum manni ljóst vera, að engum iðnað- armanni á Islandi á að hafa verið ókunnugt um hvert hefur stefnt í þessu máli undanfarin ár. Engin mót- mæli hafa komið fram opinberlega, svo mér sé kunn- ugt, gegn þessu máli, hvorki frá iðnsveinum né meist- urum, fram til þess tíma, sem málið átti að vera kom- ið á lokastig veturinn ig6i-‘6z. En áður en ég ræði þessa hlið málsins skal aðeins vikið að tillögum meist- araprófsnefndarinnar og þætti Iðnskólans í Reykjavík í málinu. Meistaraprófsnefndin var, sem fyrr segir, skipuð í desember 1958. I henni áttu sæti: Sigurður Ingimundar- son, verkfræðingur, formaður nefndarinnar, Björgvin Frederiksen, vélv.m., þá forseti Landssambands iðnað- armnana, Óskar Hallgrímsson, rafv., formaður Iðn- fræðsluráðs, Tómas Vigfússon, húsasm.m. og undirrit- aður. Nefndin safnaði allmiklum gögnum um iðn- og tæknifræðslu innanlands og utan og rakti í áliti sínu þróun þessarar mála hér og í nágrannalöndunum. 1 niðurstöðum nefndarinnar er m. a. komizt svo að orði: „Á það hefur verið bent, hve fábreytt tækninám er um að ræða hér á landi og mörg verkefni á því sviði óleyst og aðkallandi. Aðstæður íslenzkra iðnaðar- manna til sjálfsnáms eru erfiðar, bæði hvað snertir að- gengilegan bókakost og leiðbeiningarstarfsemi eða námskeið. Það mun vissulega taka langan tíma og kosta mikið fé, að koma tæknimenntun í það horf, sem æskilegt er og raunar þjóðarnauðsyn miðað við tækni- og við- skiptaþróun í öðrum löndum. 6 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.