Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1963, Síða 11
Framkvæmdastjóraskipti
hjá Landssambandínu
Þetta hefti Tímaritsins flytur stórar fréttir um
breytingu í Landssambandinu.
Framkvæmdastjóri þess, Bragi Hannesson, lætur nú
af því starfi og sömuleiðis ritstjórn Tímaritsins. Þetta
hefti verður það síðasta, sem hann ritstýrir.
Bragi Hannesson, lögfræðingur, réðist til Lands-
sambandsins vorið 1958 og hefur borið hita og þunga
starfsins síðan, ásamt stjórninni.
Eins og öllum félögum þess er kunnugt og öðrum,
sem skipti hafa átt við Landssambandið þennan tíma,
hefur Bragi ekki einungis kynnt sig sem glæsilegt prúð-
menni heldur jafnframt óvenjulega áhugasamur og
skyldurækinn framkvæmdastjóri. Það er því vandfeng-
inn maður í hans stað.
Eins og lesendum Tímaritsins er kunnugt, er Iðnað-
arbankinn sú stofnun, sem iðnaðurinn í landinu hefur
tengt miklar vonir við og á hvað mest undir að honum
sé stjórnað á þann veg, að hann geti verið sú lána-
stofnun, sem iðnaðinum er nauðsynleg, en þær vonir
hafa því miður ekki rætzt svo sem efni standa til. Það
var því augljóst, að breytinga var þörf.
leika á að bæta við tímum frá því sem nú er, þannig
að aukning kennslunnar kann að ganga hægt fyrir sig
fyrstu árin framundan.
Próf voru haldin 19. marz og næstu daga á eftir og
skólanum var sagt upp hinn 6. apríl.
Reynslan ein mun skera úr um það - ef nokkurn
tíma verður úr því skorið - hvort rétt hefur verið að
farið, að draga svo mjög saman seglin, miðað við upp-
haflega áætlun, nálega til þess eins, að koma skólanum
af stað, fyrr en ella hefði orðið. Eins og nú horfir er
það ætlunin að auka námsefni og námstíma smátt og
smátt eftir því sem reynsla bendir til, unz fullnægjandi
árangri verður náð. Hvort það heppnast fer eftir að-
sókninni á hverjum tíma og því, hvernig sjálfir iðnað-
armennirnir, sem eiga að njóta þeirrar menntunar, sem
á boðstólum verður, vilja þyggja hana og notfæra sér
hana af frjálsum vilja, eða ekki. - Alla vega verður þó
að álíta, að í þessu, sem mörgu öðru, sé hálfnað verk
þá hafið er, a. m. k. vona forsvarsmenn skólans að svo
megi reynast, og að örugg fótfesta sé nú fengin í þessu
langa baráttumáli iðnaðarmanna, Meistaraskólamál-
inu.
Ottó Schopka
Á þessu máli var gerð sú breyting, að tveir aðstoð-
arbankastjórar voru ráðnir, þeir Bragi Hannesson, lög-
fræðingur og Pétur Sæmundsen, viðskiptafræðingur.
Ráðning þessara manna mæltist vel fyrir, og allir sem
unna Iðnaðarbankanum og vilja veg hans sem mestan
árna þeim heilla í starfi.
En frá hendi okkar í stjórn Landssambandsins, var
það mikil fórn að gefa framkvæmdastjóra okkar eftir
til þessa starfs, en nauðsyn brýtur lög og svo hitt, að
með þessu er íslenzkum iðnaði tryggður góður starfs-
kraftur um langa framtíð. Ég árna honum því heilla í
hinu nýja og vandasama stafi og flyt honum hugheilar
þakkir Landssambandsins fyrir gott starf í þau fimm
ár, sem hann hefur verið framkvæmdastjóri þess.
Eins og að líkum lætur setti þessi breyting stjórn
Landssambandsins í mikinn vanda. Það er vandfeng-
inn maður í framkvæmdastjórastarf fyrir Landssam-
bandið svo fjölþætt sem það er og starfssvið þess
stórt.
En nú hefur úr þessu rætzt með ráðningu Ottós
Schopka.
Ottó er sonur Júlíusar Schopka aðalræðismanns og
konu hans Lilju Sveinbjörnsdóttur. Júlíus Schopka
hefur rckið fyrirtækið Á Einarsson & Funk í áratugi
og er því vel kunnugur innan raða iðnaðarmanna um
langt árabil. Ottó er aðeins 21 árs, lauk stúdentsprófi
18 ára og lýkur prófi í viðskiptafræði á næstu mánuð-
um. Námsferill hans og dugnaður við námið er með
eindæmum og spáir góðu um framtíð hans. Stjórn
Landssambandsins býður hann velkominn sem fram-
kvæmdastjóra og tengir miklar vonir við samvinnu við
hann um málefni iðnaðarmanna.
Guðmundur Halldórsson.
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
II