Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1963, Blaðsíða 13

Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1963, Blaðsíða 13
iðnaðarmannastétt, urðu hinir upprennandi iðnaðar- menn að fá aðstöðu til að njóta sem beztrar mennt- unar, ekki aðcins verklegrar, heldur einnig bóklegrar fræðslu. Á vegum félagsins var því mjög fljótt eftir stofunina, settur á fót sunnudaga- og kvöldskóli fyrir iðnnema. Þetta varð fyrsti vísir að Iðnskólanum í Reykjavík, sem félagið stofnaði árið 1904, og flutti í nýbyggt hús við Vonarstræti árið 1906. í þeim húsa- kynnum rak félagið svo skólann með miklum myndar- brag allt til ársins 1955, er hann fluttist í hina nýju byggingu á Skólavörðuholti og ríki og bær tóku við rekstri hans. Þarna var því lyftistöngin, sem nauðsynleg var til þess, að íslenzkir iðnaðarmenn gætu eflzt og dafnað sem viðurkennd stétt í landinu, sem sagt bætt mennt- un iðnaðarmanna. Og enn í dag gildir nákvæmlega hið sama, að ef við eigum að geta vænzt þess, að Is- land eigi dugmikla og framtakssama iðnaðarmenn í framtíðinni, verðum við að búa þeim sem bezt og fullkomnust menntunarskilyrði. Annað merkismál má nefna, sem Iðnaðarmannafé- lagið beitti sér mjög snemma fyrir, en það voru iðn- sýningar. Fyrstu sýninguna hélt það 1883, en var aðili að þeirri síðustu 1952. Menn áttuðu sig fljótt á því, sem einnig er staðreynd í dag, að það var ekki nóg að geta framleitt hlutina, það varð einnig að kynna almenningi, hvers iðnaðar- mennirnir væru megnugir. Án efa eru iðnsýningar einn veigamesti þátturinn í þróun iðnaðarins, því að það er staðreynd, að hann hefur tekið hin ótrúlegustu stökk fram á við eftir hverja sýningu, sem haldin hefur ver- ið. Það er því ekki vanzalaust fyrir iðnaðarmenn, að meira en 10 ár skuli vera liðin, síðan síðasta iðnsýning var haldin. Sennilega hefði þó ekki liðið svona langt á milli iðnsýninga hér, ef vöntun á hentugu húsnæði hefði ekki hamlað. En nú standa vonir til, að úr rætist á því sviði, þar sem hin myndarlega sýningarhöll hér inni í Laugadalnum, er nú komin vel áleiðis og ákveðið mun vera, að fyrstu not hennar verði einmitt til iðnsýning- ar. Ég er viss um, að mörgum kemur þá á óvart, hvers íslenzkir iðnaðarmenn eru megnugir í dag, því fram- farir hafa orðið stórstígar í mörgum iðngreinum á síð- ustu árum, jafnvel svo að iðnaðarmennirnir sjálfir hafa á stundum átt fullt í fangi með að fylgjast með. Nýjar vélar og ný efni hafa komið fram með stuttu millibili. En hér vil ég leyfa mér að varpa fram einni spurn- ingu. Hefur þá bróður iðnaðarstéttanna aukizt að sama skapi? Þessu er ef til vill erfitt að svara. En þó held ég, að almenningsáliti á iðnaðarmönnum almennt hafi hrak- að til muna á stríðsárunum og árunum eftir stríðið. Eftirspurn eftir vinnu þeirra var þá gífurleg, eins og einnig er í dag, og er þá kannske ekki nema mannlegt, þó að einhvers staðar sé slakað á ýtrustu kröfum til vandvirkni. En gott er ekki til þess að vita. Einnig hafa iðnaðarmenn allt of oft orðið fyrir að- kasti og hnjóðsyrðum, vegna þess að ekki væri alltaf treystandi áætlunum þeirra um framkvæmdartíma og verð. Sem sagt, að verkið hafi tekið miklu lengri tíma og verð farið langt fram úr áætlun. Slik mistök hafa oft valdið iðnmeisturum og þeim, er þeir hafa unnið fyrir, miklum óþægindum og jafn- vel stórkostlegum fjárútlátum stundum. Þetta mál er því vert þess, að því sé gaumur gefinn og reynt sé að gera sér grein fyrir því, hvar orsökin muni vera. Ég held, að svarið verði, að við stöndum frammi fyrir hinni sömu staðreynd og stofnendur Iðnaðar- mannafélagsins stóðu á sínum tíma, sem sé þeirri, að aukin menntun sé mjög aðkallandi fyrir iðnmeistara, þá er mannaforráð hafa og bera ábyrgð á framkvæmd- um. Hér hlýtur því lausnin að vera alhliða meistara- TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 13

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.