Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1963, Page 17

Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1963, Page 17
SKÝRSLA IÐNFRÆÐSLURÁÐS UM TÖLU IÐNNEMA í ÁRSLOK 1962 Skýrsla I er yfir nemendur í Reykjavík, sundurliðað eftir iðngreinum og tilgreint hversu margir hafa hafið nám á hverju ári um sig (1959—1962 að báðum meðtöld- um) og heildartala nemenda nú. Skýrsla II Sýnir fjölda nemenda annars staðar á landinu. í skýrslunni kemur að- eins fram árlegur fjöldi á hverjum stað, en ekki skipting eftir iðngreinum. Skýrsla III Sýnir fjölda iðnnema á öllu landinu í hverri iðngrein fyrir sig og heild- artölu iðnnema, svo og hvar námið fer fram. Samkvæmt skýrslum þeim, sem hér fara á eftir, voru í árslok 1692, 1134 nemendur á staðfestum námssamn- ingi í 42 iðngreinum í Reykjavík, á móti 1047 um fyrri áramót, en 955 við árslok 1960. í Reykjavík hefur því iðnnemum fjölgað um 87 á árinu 1962. Annars staðar á landinu voru við áramótin 757 nem- endur í 35 iðngreinum, en voru 753 við fyrri áramót. Hefur nemum utan Reykjavíkur aðeins fjölgað um 4 á árinu, en þess ber að gæta að árið áður var óvenjumikil fjölgun utan Reykjavíkur, en það ár fjölgaði nemum þar um 98, þannig að á tveimur árum hefur nemendum fjölgað utan Reykjavíkur um 102. Heildartala staðfestra námssanminga á landinu öllu var við síðustu áramót 1891 á móti 1800 í árslok 1961 og 1610 í árslok 1960. Eru samkvæmt því staðfestir námssamningar 91 fleiri en við næstu áramót á undan. Er fjölgunin svo til öll í Reykjavík, eða 87. Samkvæmt fenginni reynslu má gera ráð fyrir að 100 —200 námssamningar, sem gerðir voru síðan á árinu 1962, hafi verið ókonmir til staðfestingar urn áramót. Má því telja sennilegt að iðnnemar á öllu landinu hafi í árslok 1962 verið sem næst 2100 í 44 iðngreinum. Hafa aldrei áður verið jafnmargir við iðnnám sam- tímis hér á landi. Ef litið er yfir heildartölu staðfestra námssamninga síðustu árin, sézt glöggt hver þróunin hefur verið: Ár 1959 heildartala staðfestra samninga 1557 — 1960 — — — 1610 — 1960 — — — 1610 — 1961 — — — 1800 — 1962 — ----- 1891 Á þessu tímabili hefur þeim iðnnemum fjölgað um 334 eða um 21.5%. Flestir eru iðnnemar í Reykjavík, 1134, þá á Akur- eyri, 140, Gullbringu- og Kjósarsýslu m/ Keflavík og Kópavogskaupstað 136, Ilafnarfirði 94, Mýra- og Borg- arfjarðarsýslu með Akranesi 81 og Arnessýslu 68. Er um fjölgun að ræða á öllum þessum stöðum frá árinu á undan, nema í Árnessýslu, þar hefur iðnnemum fækkað um 7 á árinu. Flestir eru nemendur í húsasmíði 310 talsins, næst flestir í vélvirkjun 289, þá í rafmagnsiðn 169 og bif- vélavirkjun 157. Eftir helztu starfsgreinum skiptist nemendafjöldinn þanrvig: TlMARIT IÐNAÐARMANNA 17

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.