Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1963, Síða 22
Ný lög um Iðnaðarsjóð
Fyrir nokkru voru samþykkt á Alþingi ný lög um
Iðnlánasjóð. Þar sem efling Iðnlánasjóðs hefur verið
eitt af baráttumálum iðnaðarmanna, þykir rétt að
birta lögin og greinargerðina í Tímaritinu. Með hinum
nýju lögum hefur verið lagður grundvöllur að sérstök-
um fjárfestingarlánasjóði iðnaðarins, sem einhvers á
að verða megnugur.
1. gr.
Tilgangur Iðnlánasjóðs er að styðja iðnað íslend-
inga með hagkvæmum stofnlánum, eins og nánar er
kveðið á um í 8. gr. laga þessara.
2. gr.
Iðnlánasjóður er sjálfstæð stofnun. Yfirumsjón hans
er í höndum ráðherra þess, er fer með iðnaðarmál.
3- gr-
Iðnaðarmálaráðherra skipar sjóðnum þriggja manna
stjórn, til fjögurra ára í senn. Einn stjórnendanna skip-
ar ráðherra án tilnefningar, en hina eftir tilnefningu
stjórnar Landssambands iðnaðarmanna og stjórnar Fé-
lags ísl. iðnrekenda. Ráðherra skipar einn hinna
þriggja stjórnarmanna formann sjóðsstjórnar.
Reikningar Iðnlánasjóðs skulu endurskoðaðir af
tveimur mönnum, er ráðherra skipar, til fjögurra ára í
senn.
Eftir hver áramót gefur stjórn sjóðsins ráðherra ýt-
arlega skýrslu um hag og starfsemi sjóðsins á liðnu ári,
og skal fylgja henni endurskoðaður ársreikningur. Árs-
reikning skal birta í B-deild Stjórnartíðinda.
4- gr.
Iðnaðarbanki Islands h.f. hefur á hendi, samkv. sér-
stökum samningi, daglegan rekstur Iðnlánasjóðs.
Allur kostnaður við stjórn og rekstur sjóðsins greið-
ist af tekjum hans.
5- gr-
Tekjur Iðnlánasjóðs eru:
1. 0,4% gjald, er innheimtist af iðnaðinum í landinu.
Skal það lagt á sama stofn og aðstöðugjald er á
lagt samkvæmt III. kafla laga nr. 69 28. apríl 1962,
um tekjustofn sveitarfélaga, í fyrsta sinn árið 1963.
Undanþegin gjaldi þessu er allur kjöt- og fiskiðn-
aður og mjólkurbú. Gjald þetta skal á lagt af skatt-
stjórum og innheimt af innheimtumönnum ríkisins.
Gjalddagi skal vera 1. ágúst ár hvert, og má taka
gjaldið lögtaki, sbr. lög nr. 29 16. des. 1885.
Gjald þetta skal vera frádráttarbært sem rekstr-
arkostnaður, við álagningu tekjuskatts og tekjuút-
svars.
2. Framlag ríkissjóðs, 2 milljónir króna á ári.
3. Vextir.
6. gr.
Fleimilt er Iðnlánasjóði, að fengnu samþykki ríkis-
stjórnarinnar, að taka allt að 100 milljón króna lán,
eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt, ef ár-
legt ráðstöfunarfé sjóðsins nægir ekki til að hann geti
á viðunandi hátt gegnt hlutverki sínu.
Eigi er Iðnlánasjóði heimilt að endurlána erlent
lánsfé, nema með gengisákvæði.
Þegar um lántökur til almennrar starfsemi sjóðsins
er að ræða, skal þó heimilt að skipta gengisáhættu
hlutfallslega á ákveðna flokka útlána, enda sé lánsféð
þá endurlánað með almennum útlánsvöxtum Iðnlána-
sjóðs.
Þegar Iðnlánasjóður tekur erlend lán, sem bundin
eru við endurlán til tiltekinna framkvæmda, skal féð
endurlánað með gengisákvæði og hæfilegum vaxtamis-
mun og kostnaði til Iðnlánasjóðs.
7- gr-
Ríkissjóður ábyrgist allar skuldbindingar Iðnlána-
sjóðs og greiðir þær, ef eignir og tekjur sjóðsins
hrökkva ekki til.
8. gr.
Iðnlánasjóður veitir stofnlán sem hér segir:
1. Til véla- og tækjakaupa fyrir iðnaðinn.
2. Til byggingar verksmiðju- og iðnaðaihúsa.
3. Til endurskipulagningar iðnfyrirtækja.
Iðnlánasjóði er heimilt, ef sérstakar ástæður mæla
með að mati sjóðsstjórnar, að lána iðnfyrirtækjum til
fasteignakaupa.
22
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA