Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1963, Page 23
Nú lætur lánbeiðandi smíða vélar innanlands, og er
sjóðsstjórninni þá heimilt að veita honum bráðabirgða-
lán, meðan á smíði stendur, gegn þeim tryggingum, er
hún metur gildar.
Þeir aðilar, sem gjald greiða til Iðnlánasjóðs af
rekstri sínum, samkv. 5. gr. laga þessara, skulu að
öðru jöfnu hafa forgang að lánum úr sjóðnum.
9- gr-
Upphæð lána má nema allt að sextíu af hundraði
kostnaðarverðs, enda sé það að dómi sjóðsstjórnar-
innar, ekki hærra en eðlilegt má teljast, samkv. verð-
lagi á hverjum tíma.
Byggingar og vélar skulu metnar til lántöku á kostn-
að lántaka, eftir því sem þörf er á, svo sem nánar kann
að verða fyrir mælt í reglugerð.
Um lánveitingar til nýrra framleiðslu, svo og um
lánveitingar, sem sjóðsstjórnin telur leika vafa á, hvort
veita skuli, skal hún leita álits sérfróðra manna. Allan
kostnað vegna slíkra athugana og álitsgerða, skal lán-
beiðandi bera, enda hafi honum verið tilkynnt um það
fyrir fram.
10. gr.
Lán má veita úr sjóðnum gegn þessum tryggingum:
1. Gegn öruggu veði í þeim húsum, sem lánað er til,
ásamt tilheyrandi lóð og lóðarréttindum.
2. Gegn 1. veðrétti í þeim vélum og tækjum, sem lánað
er til.
3. Gegn ríkisábyrgð.
Sjóðsstjórninni er auk þess rétt að taka frekari
tryggingar en hér eru til greindar, svo að lán verði
fulltryggt að hennar dómi.
Sjóðsstjórnin getur neitað að taka veð í nýjum vél-
um, ef vafasamt er um endursölumöguleika þeirra, sbr.
3 mgr. 9. gr. laga þessara.
Hús og vélar eru því aðeins fullgild veð fyrir lánum
úr Iðnlánasjóði, að þau séu vátryggð í vátryggingar-
stofnun, sem sjóðurinn tekur gilda.
Iðnlánasjóður getur hvenær sem er heimtað skilríki
fyrir því, að veðsettum eignum sé vel við haldið og
veðið hafi ekki rýrnað.
11. gr.
Óheimilt er stjórn Iðnlánasjóðs og trúnaðarmönnum
hennar að láta óviðkomandi aðilum í té nokkuð af
þeim upplýsingum, sem gefnar eru í sambandi við lán-
tökubeiðnir eða lántökur úr sjóðnum.
12. gr.
Lánstími má eigi vera lengri en 15 ár.
Lán til vélakaupa skulu þó ekki vera lengri en til 7
ára, nema sérstakar ástæður mæli með og örugg trygg-
ing fyrir hendi, að mati sjóðsstjórnar.
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
Lánin skulu endurgreidd með jöfnum ársgreiðslum,
nema lántaki vilji greiða þau hraðar.
13- gt-
Sjóðsstjórnin ákveður, að fengnu áliti bankastjórn-
ar Seðlabanka Islands og með samþykki iðnaðarmála-
ráðherra, vexti af lánum Iðnlánasjóðs.
14. gr.
Umsóknir um lán úr Iðnlánasjóði skulu vera skrif-
legar og fylgi þeim:
1. Ýtarleg lýsing á því, hvernig verja eigi lánsfénu.
2. Upplýsingar um tryggingar, sem lánbeiðandi getur
veitt fyrir láni.
3. Rekstrar- og efnahagsreikningur lánbeiðanda, ef
um starfandi fyrirtæki er að ræða.
4. Aðrar upplýsingar, sem lánbeiðandi telur máli
skipta.
Rétt er, að sjóðsstjórnin óski eftir þeim upplýsing-
um, sem hún telur sig þurfa til þess að geta ákveðið,
hvort óhætt sé og réttmætt að veita umbeðið lán.
15- gt-
Verði eigendaskipti að eign, sem veðsett er Iðn-
lánasjóði, er stjórn sjóðsins heimilt að heimta lánið
endurgreitt að fullu eða nokkru leyti, ef henni þykir
ástæða til, enda skal bæði seljanda og kaupanda skylt
að tilkynna sjóðstjórninni eigendaskipti þegar í stað.
16. gr.
Nú er lán úr Iðnlánasjóði eigi greitt á réttum gjald-
daga eða veðið gengur svo úr sér eða rýrnar að veð-
gildi, að það er eigi svo tryggt sem vera skal, eða nýr
eigandi vanrækir að taka lánið að sér, og er þá stjórn
sjóðsins heimilt að telja eftirstöðvar lánsins fallnar í
gjalddaga þegar, án uppsagnar.
17- gr-
Þegar lán er fallið í gjalddaga, hefur Iðnlánasjóður
heimild til að láta selja veðið við opinbert uppboð, án
undanfarins dóms, sáttar eða fjárnáms, samkvæmt á-
kvæðum í lögum um lögræði, nr. 95 5. júní 1947, 39. gr.,
eða láta leggja Iðnlánasjóði það út til eignar, ef þörf
gerist.
18. gr.
Ef veð er selt á nauðungaruppboði eða við gjald-
þrotaskipti, ber uppboðshaldara að geta þess í upp-
boðsgerðinni, að eignin sé veðsett Iðnlánasjóði, og
skal stjórn sjóðsins gert aðvart svo tímanlega, að hún
geti látið fulltrúa sinn vera við uppboðið.
19. gr.
Iðnlánasjóður er undanþeginn öllum sköttum til rík-
is og sveitarfélags.
23