Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1963, Qupperneq 24

Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1963, Qupperneq 24
20. gr. Setja má með reglugerð nánari ákvæði um starfsemi Iðnlánasjóðs, enda brjóti þau ekki í bága við nein á- kvæði í lögum þessum. 21. gr. Með lögum þessum eru úr gildi felld lög nr. 67 frá 17. júlí 1946, um Iðnlánasjóð, og n. gr. laga nr. 113 29. des. 1951, um stofnun og rekstur Iðuaðarbanka Is- lands h.f. 22. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Greinargerðin: Lagafrumvarp þetta er samið af nefnd, sem iðnað- armálaráðherra skipaði í marz s.l. til þess að endur- skoða lög um Iðnlánasjóð, nr. 67 17. júlí 1946. I nefnd- ina voru skipaðir: Jónas G. Rafnar alþm., formaður, Eggert G. Þorsteinsson alþm., Gunnar J. Friðriksson framkvæmdastjóri og Bragi Hannesson hdl. Iðnlánasjóður var stofnaður með lögum nr. 12 9. janúar 1935. Markmið hans var að bæta úr brýnustu lánsfjárþörf iðnaðarins. Til eflingar sjóðnum skyldi ríkissjóður leggja fram 25.000.00 kr. á ári næstu 10 ár- in. Yfirstjórn sjóðsins var í höndum atvinnumálaráð- herra, en fela skyldi Útvegsbanka Islands stjórn hans og meðferð. Lán átti að veita samkvæmt tillögum frá stjórn Landssambands iðnaðarmanna, m. a. eftir þeim reglum, sem hér greinir: Lán úr sjóðnum skyldu veitt iðnrekendum og smærri iðjurekendum, sem erfitt eiga mcð lántöku á annan hátt, til kaupa á vélum og stærri áhöldum (ekki handverkfærum) og einnig til rekstrar, ef sérstaklega stendur á og viðunandi trygging er í boði. Lán mátti ekki veita til að hefja atvinnurekstur, heldur mátti eingöngu lána þeim, sem sýnt höfðu með atvinnurekstri sínum, að óhætt væri að veita þeim Ján. Við afgreiðslu lána skyldi þess gætt, að lánveitingin styddi ekki að óheilbrigðri og óeðlilegri samkeppni við önnur starfandi innlend samiðnaðarfyrirtæki. Láns- tími mátti vera allt að tólf árum, hámark lánsupphæð- ar kr. 5000.00, og skyldu vextir ákvarðast í eitt skipti fyrir öll fyrir fram fyrir hvert lán, 14% hærri en lægstu ríkislánsvextir, sem fáanlegir voru árið fyrir lántöku- árið. Með lögum nr. 40 27. júní 1941 er gerð breyting á lögum um Iðnlánasjóð frá 1935. Ríkissjóðstillagið er hækkað í kr. 65.000.00 á ári. Sjóðnum er enn fremur heimilað að gefa út handhafavaxtabréf, og má hann jafnan hafa í umferð bréf, sem nema allt að tvöföldum höfuðstóli hans. Bréfin skulu tryggð með höfuðstóli sjóðsins og ábyrgð ríkissjóðs. Ráðherra skipar þriggja manna nefnd, og eru allar lánsumsóknir háðar umsögn hennar. Landssamband iðnaðarmanna tilnefnir einn mann í nefndina og Félag ísl. iðnrekenda annan. Há- mark lánsupphæðar er % hluti ncttótekna sjóðsins árið áður. Næsta breyting er gerð með lögum nr. 55 7. maí 1946. Með þeirri breytingu hækkar framlag úr ríkissjóði í kr. 300.000.00 á ári. Útgáfuheimild handhafavaxta- bréfa er háð samþykki láðherra, en gefa má nú út handhafavaxtabréf, er nema allt að þreföldum höfuð- stóli sjóðsins á hverjum tíma. Hámark lánsupphæðar má ekki vera hærra en sem nemur Vs hluta þess fjár- magns, sem sjóðurinn getur haft til útlána á árinu, þegar lántökuheimild hans er meðtalin. Lánstíminn er lengdur í allt að 15 ár, og skal atvinnumálaráðherra á- kveða vaxtafót lánanna. Þessar tvær breytingar voru síðan felldar inn í hin upphaflegu lög sjóðsins og þau gefin út sem lög nr. 67 17. júlí 1946. Með lögum um stofnun og rekstur Iðnaðarbanka Is- lands h.f., nr. 113 29. desember 1951, er bankanum falin starfræksla Iðnlánasjóðs. Tekjur Iðnlánasjóðs hafa verið framlög ríkissjóðs og vaxtatekjur af lánum. Framlög ríkissjóðs hafa verið sem hér segir: 1935-1937 .................. 25 þús. kr. á ári. 1938—1939 .................. 23 - - - - 1940-1941 25 - - - - 1942-1946 65 - - - - 1947-1954 300 - - - - 1955-1956 450 - - - - 1957-1958 1450 - - - - 1959 .............. 1378 ------------- 1960-1962 2000 - - - - Sanitals 14074 þús. kr. Árið 1961 hlaut Iðnlánasjóður fyrir milligöngu iðn- aðarmálaráðherra 15 millj. kr. að láni af svonefndu PL 4S0 lánsfé, sem hann cndurlánaði síðan. Á tímabilinu 1936-1961 hefur upphæð veittra lána numið kr. 32.640.600.00 eða nánar tiltekið svo sem hér greinir (í þús. kr.): Samtals Meðaltal 1936-1940 ................. 136.4 25.3 1941-1945 ................. 258.4 51.7 1946-1950 ................ 2161.4 432.3 1951-1955 ................ 4898.4 979.7 1956-1959 ............... 11047.0 2209.4 1960-1961 14139.0 7069.5 Samtals 32640.6 Af framansögðu má ljóst vera, að Iðnlánasjóður hefur lengst af haft yfir takmörkuðu fjármagni að 24 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.