Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1963, Side 25
ráða. Ber brýna nauðsyn tíl þess að bæta úr því, þar
sem iðnaðurinn er, ásamt landbúnaði og sjávarútvegi,
einn af höfuðatvinnuvegum okkar fslendinga. Þýð-
ing iðnaðarins hefur byggzt á því, að hann hefur séð
stöðugt fleiri landsmönnum fyrir atvinnu og þannig
stuðlað að atvinnuöryggi, innt af hendi nauðsynleg
þjónustustörf í nútíma þjóðfélagi og stóraukið verð-
mætasköpun landsmanria.
Félagssamtök iðnaðarins hafa oft óskað eftir því, að
Iðnlánasjóður yrði efldur. Haustið 1959 skipaði iðnað-
armálaráðherra, að beiðni þeirra, nefnd til þess að at-
huga lánamál iðnaðarins, og í byrjun ársins 1960 var
nefndinni falið að gera tillögur um eflingu Iðnlána-
sjóðs. Við endurskoðun iðnlánasjóðslaganna nú, komu
tillögur og athugasemdir áðurnefndrar nefndar að
góðum notum.
f sambandi við endurskoðun laganna ræddi nefnd-
in við Jóhannes Nordal seðlabankastjóra, Sigurbjörn
Þorbjörnsson ríkisskattstjóra, Guðmund Ólafs banka-
stjóra Iðnaðarbankans, stjórn Iðnlánasjóðs, stjórn
Landssambands iðnaðarmanna og stjórn Félags ísl.
iðnrekenda. Stjórnir iðnaðarsamtakanna lýstu sig sam-
þykkar tekjuöflunarleið þeirri, sem lagt er til í frum-
varpinu að farin sé, með álagningu 0,4% gjalds á iðn-
aðinn í landinu, sem lagt er á sama stofn og aðstöðu-
gjald er lagt á samkvæmt lögum nr. 69 28. apríl 1962,
um tekjustofna sveitarfélaga, III. kafla.
Skal nú í stuttu máli gerð grein fyrir helztu nýjung-
um og breytingum, sem frumvarpið felur í sér:
í frumvarpinu er kveðið á um það, að Iðnlánasjóður
sé sjálfstæð stofnun undir yfirumsjón iðnaðarmálaráð-
herra. Skulu hinir 3 stjórnarmenn skipaðir til fjögurra
ára í stað þriggja áður. Gert er ráð fyrir nýjum tekju-
stofni fyrir Iðnlánasjóð, 0,4% gjaldi, sem innheimtist
af iðnaðinum í landinu og lagt er á sama stcfn og að-
stöðugjald er lagt á samkvæmt lögum nr. 69 28. apríl
1962, um tekjustofna sveitafélaga. Sett eru fyllri ákvæði
um lántökuheimild sjóðsins og endurlán. Þá er starfs-
svið sjóðsins aukið í frumvarpinu og honum heimilað
að lána til byggingar verksmiðju- og iðnaðarhúsa og
endurskipulagningar iðnfyrirtækja auk vélakaupa.
Upphæð lána er ákveðin allt að 60% kostnaðarverðs.
Ýtarleg ákvæði eru sett um það, gegn hvaða trygging-
um lán skuli veitt úr sjóðnum.
Kveðið er á um það, að lánin skuli endurgreiða með
jöfnum ársgreiðslum (annuitetsgreiðslum), og fyllri á-
kvæði eru sett um ákvörðun vaxtafótar af lánum sjóðs-
ins. Við eigendaskipti að eign, sem veðsett er Iðn-
lánasjóði, er sjóðsstjórninni veitt heimild til að heimta
lánið endurgreitt að fullu eða að nokkru leyti, ef
henni þykir ástæða til.
Slíýrsla byððingaíulltrnans
í lleykjavík
YFIRLIT yfir byggingar í Reykjavík, sem lokið hefur verið
við á árinu 1962.
A. íbúðarhús:
1. Fjölbýlishús úr stcinsteypu ............. 132.262 m3
2. Önnur íbúðarhús úr steinsteypu .......... 58.173 m3
3. íbúðarhús úr timbri ..................... 886 m3
4. Breytingar og stækkanir á eldri búsum,
úr steini ................................ 2.912 m3
Úr timbri ................................ 1.891 m3
Alls 196.124 m3
B. Skólar, félagsheimili, kvikmyndahús o. fl.:
Úr steinsteypu ............................... 50.678 m3
AHs 50.678 m3
C. Verzlanir, skrifstofuhús o. fl.:
Úr steinsteypu ............................... 89.230 m3
Úr timbri ..................................... 1.464 m*
Alls 90.694 m3
D. Iðnaðarhús:
Úr steinsteypu ............................... 15.118 m3
Alls 15.118 m3
E. Geymslur og skemmur:
Úr steini .................................... 61.436 m3
Alls 61.436 m.
F. Geymslur og geymar:
Úr járni ...................................... 8.969 m3
Alls 8.969 m3
G. Bílskúrar, geymslur o .fl.:
Úr steini .................................... 11.879 m3
Ur timbri ....................................... 816 m3
Alls 12.695 m3
H. Viktarhús, leilcvallarskýli o. fl.:
Úr timbri ....................................... 455 m3
Alls 455 ni3
Skipting íbúða eftir flokkum:
A 1 A 2 A 3 A 4 Alls
1 herbergi og eldhús 4 4
2 - - - 77 14 1 2 94
3 - - - 174 17 2 3 196
4 - - - 185 31 4 220
5 - - - 16 44 1 61
6 - - - 18 61
7 - - - 4 4
9 - - - 1 1
Einstök herbergi 12 51 63
íbúðir alls 456 129 4 9 598
Meðalstærð íbúðar í flokki A 1 er 290 m8, í flokki A 2 er hún
451 m3 og í flokki A 3 er hún 222 m3. Meðalstærð nýbyggðra
TÍMARIT IÐNAÐ ARMANNA
25