Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1963, Qupperneq 26
Frá adaljundi Meistarasambands byggingamanna. Talið jrá vinstri: Ingólfur Finnbogason, húsasm.m., Ottó Schopka, framkvœmdastjóri,
Bragi Flannesson, bankastjóri, ]ökull Pétursson, málaram., Vilberg Guðmundsson, rafv.m., Gissur Sigurðsson, húsasm.m., Grimur Bjarna-
son, pípul.m., form. M. b., Halldór Magnússon, málaram. og Þórður Ftnnbogason, rafv.m.
Aðalfundur M eistarasambands byggíngamanna
Aðalfundur Meistarasambands byggingamanna var
haldinn 17. marz s.l.
Formaður sambandsins, Grímur Bjarnason, setti
fundinn og tilnefndi Gissur Sigurðsson, húsasm.m,
fundarstjóra og Jökul Pétursson, málaram., fundarrit-
ara. Þessu næst ræddi formaður um ýrnis hagsmuna-
og framfaramál iðnaðarmanna eins og sameiginlega
uppmælingarstofu meistara, húsnæðismál iðnfélaganna
og aukna menntun iðnaðarmanna.
Þessu næst flutti framkvæmdastjóri sambandsins,
Bragi Hannesson, skýrslu um starfsemi Meistarasam-
bandsins á s.l. ári, en starfsemi sambandsins hefur
verið fjölþætt og árangur náðst í mörgum málum, sem
að hefur verið unnið.
Miklar umræður urðu á fundinum um skýrslu for-
manns og framkvæmdastjóra. Var Braga Hannessyni
íúúða á árinu hefur því verið ca. 325 m3, eða aðeins minni en
1961.
Alls hafa verið byggðir á árinu 44.845.00 m-, eða 43G.1G9 m8,
er skiptast þannig:
Úr steini ........................ 421.688 m3
Úr járni ........................... 8.969 m3
Úr timbri .......................... 5.512 mí*
Alls 436.169 ni3
í smíðum nú um áramólin eru 844 íbúðir og eru þar af 416
fokheldar eða meira.
sem nú lætur af störfum sem framkvæmdastjóri sam-
bandsins, þar sem hann hefur verið ráðinn bankastjóri
Iðnaðarbankans, þökkuð vel unnin störf í þágu
Meistarasambandsins.
Nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn að sam-
bandinu og er það Otto Schopka.
Fcrmaður var endurkjörinn Grímur Bjarnason, en
aðrir í stjórn eru: Halldór Magnússon, málaram., Ól-
afur Guðmundsson, veggf.m., Ingólfur Finnbogason,
húsasm.m., Finnur B. Kristjánsson, rafv.m. og Hörður
Þorgilsson, múraram.
Hans Grundström 50 dra
Hinn 12. febrúar s.l. varð Hans Grundström, fram-
kvæmdastjóri Iðnsambands Svíþjóðar 50 ára. Hann
réðist til sambandsins 1948 og varð framkvæmdastjóri
þess tveim árum síðar.
Hans Grundström kom til íslands 1952 þegar Nor-
ræna Iðnþingið var háð hér. Auk þess hafa forráða-
menn Landssambandsins kynnst honum í hinu nor-
ræna félagsmálastarfi, þar sem dugnaður hans og
þekking á iðnaðarmálum hefur notið sín.
Tímarit iðnaðarmanna flytur hr. Grundström kveðj-
ur og árnaðaróskir á þessum tímamótum.
26
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA