Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Blaðsíða 11
Nú bregður hins vegar svo við, að nú við upp-
haf þessa Iðnþings og rétt i kjölfar viðamikilla
kjarasamninga stöndum við ennþá einu sinni
frannni fyrir mikilii óvissu í efnahagsmálunum,
eins og þær fréttir, sem nú berast um erfiðleika
frystihúsanna bera vott um. Það sem hins vegar
er ennþá alvarlegra er að ekki má telja útilokað,
að jretta séu aðeins fyrstu merki um erfiðleika at-
vinnuveganna sem framundan eru.
Menn keppast nú við að koma sökinni lrver á
annan og deila um lrvort liægt hafi verið að sjá
þetta fyrir áður en kjarasamningarnir voru gerð-
ir.
Landssamband iðnaðarmanna tekur ekki þátt í
kjarasamningum. Það eru aðildarfélögin sjálf,
sem hafa þennan málaflokk á sinni könnu, í sam-
ráði við Vinnuveitendasamband íslands. Kjara-
mál eru raunar eini málaflokkurinn, sem varðar
atvinnurekstur, sem Landssambandið lætur sig
ekki skipta. Ekki ætla ég að brjóta jrá starfsreglu
og taka Jrátt í fyrrnefndum deilum með Javí að
lýsa sök á einhvern sérstakan aðila. Ég hlýt hins
vegar að harma að ennþá einu sinni skuli staðan
vera þessi, rétt að loknum kjarasamningum.
Þær sveiflur og óvissa, sem verið hafa í efna-
hagsmálunum hafa að sjálfsögðu Iiaft áhrif á vöxt
og viðgang iðnaðarins. Það hefur verið venjan að
forseti Landssambandsins fjalli í upphafi Iðn-
þings um ástand og horfur í iðnaðarmálum. Ég
ætla að bregða út af þeirri venju hér, enda er
gerð ítarleg grein fyrir þróun iðnaðarins og af-
komu í skýrslu stjórnar Landssambandsins til
Iðnþingsins.
Þess í stað ætla ég að freistast til að ræða nokk-
uð um Landssambandið sjálft og á hvern hátt
jjað vill leitast við að hafa áhrif, til hagsbóta fyrir
iðnaðinn, bæði út á við og inn á við.
Landssamband iðnaðarmanna eru hagsmuna-
samtök fjölmargra aðila í ýmsum greinum iðnað-
ar, bæði byggingariðnaðar, framleiðsluiðnaðar og
þjónustuiðnaðar. Þessar greinar eiga mörg sam-
eiginleg hagsmunamál og enn fleiri sérhagsmuna-
mál, sem snerta ytri aðbúnað jreirra og 1 ífsskilyrði
í íslensku þjóðfélagi og efnahagslífi. Það liggur í
augum uppi að samtökin hljóta hverju sinni að
berjast fyrir því, að réttur aðildarfélaganna sé
ekki fyrir borð borinn af löggjafar- og fram-
kvæmdavaldinu í landinu. Samtökin hljóta að
berjast fyrir úrbótum í lánamálum, skattamálum,
tollamálum, verðlagsmálum og fræðslunrálum,
svo nokkuð sé nefnt af Jreim aðstöðumálum, sem
samtökin verða að leita til stjórnvalda unr úrbæt-
ur á. í slíkum málum hlýtur ætíð að koma fram
nokkur samanburður á aðbúnaði annarra at-
vinnuvega, annarra greina iðnaðar, og síðast en
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
ekki síst iðnaðar í nágrannalöndum okkar, senr
við nú eigunr í vaxandi samkeppni við.
Ég skal ekki leggja neinn dóm á hversu vel hef-
ur tekist til unr málflutning Landssanrbands iðn-
aðarnranna, að því er varðar óskir unr úrbætur á
aðstöðumálum, iðnaði til handa. Þar eru eflaust
skiptar skoðanir eins og gengur og kemur lrvort
tveggja til, að ýmsum hefur Jrar þótt of varlega
farið í sakirnar, en á hinn bóginn lrafa heyrst
Jrær raddir, bæði innan iðnaðarins, en þó einkum
frá aðilunr í öðrunr greinum, að of langt sé geng-
ið í kröfugerðinni. í þessu sambandi vil ég leggja
á það áherslu að iðnaðurinn hefur á ýmsan hátt
undir högg að sækja, senr vaxandi þáttur í ís-
lensku atvinulífi og Jrví ekki að undra Jró aðilunr
innan hinna hefðbundnu höfuðatvinnuvega þyki
stundum riærri sér höggvið. Á hinn bóginn tel ég
að óskir okkar og ábendingar lrafi að undanförnu
í vaxandi mæli verið studdar haldgóðum rökum
og verið irfgalausar og ég vona að Jrað komi skýrt
franr í störfum okkar og tillögugerð, að baráttu
samtakanna er ekki beint gegn öðrum atvinnu-
greinum. Þvert á móti legg ég á Jrað áherslu, að
atvinnulífið er ein órofa lreild.
En sanrtök okkar eru annað og meira en hópur
félaga, fyrirtækja og einstaklinga með Jrann til-
gang einan að leiðarljósi, að herja á „kerfið“
marglræga unr úrbætur á aðstöðumálum iðnað-
arins. Á okkur hvílir jafnframt sú skylda, að vinna
saman að uppbyggingarstarfi innan sanrtakanna.
Með öflugri fræðslustarfsemi og ráðgjafaþjónustu
fyrir stjórnendur fyrirtækjanna er konrið að öðru
og e. t. v. emr veigameira hlutverki sanrtaka okk-
ar. Þar er mests árangurs að vænta, en jafnframt
reynir á Jrví sviði mest á styrk samtakanna, innri
styrk þeirra, sem felst í sanrtakarnættinunr. Við
hljótum að gera okkur ljóst, að þróun íslensks
iðnaðar á næstu árunr krefst mjög aukinnar tækni-
væðingar, stöðlunar í hönnun, sérhæfingar og
síðast en ekki síst aukinnar samvinnu fyrirtækja
á ýmsum sviðum. Hvergi er réttari og eðlilegri
grundvöllur til að vinna að þessunr málum en
einmitt innan frjálsra og stórra samtaka, eins og
Landssanrbands iðnaðarmanna. Án virkrar þátt-
töku samtakanna á Jressu sviði tel ég að Jrau standi
vart undir nafni senr hagsmunasamtök iðnaðarins.
Að þessu lrefur verið unnið með eflingu Lands-
sambandsins og fjölgun starfsfólks og nrun ég
beita mér fyrir að áfram verði haldið á Jreirri
braut. Ég tel að nú sé svo konrið, að Landssam-
bandið hafi aldrei staðið betur að vígi, bæði að
Jrví er varðar aðstöðu til að koma sjónarmiðum
sínum á framfæri við hið opinbera og almenning,
og til að hafa áhrif inn á við gagnvart ýmsu, sem
lagfæra Jrarf í iðnfyrirtækjunum sjálfum.